Samantekt um þingmál

Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál á 145. löggjafarþingi.
Utanríkisráðherra.

Markmið

Að auka skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.

Helstu breytingar og nýjungar

Öll verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands færast til utanríkisráðuneytisins, sem fer hér eftir með framkvæmd allrar þróunarsamvinnu á vegum íslenskra stjórnvalda. Þróunarsamvinnustofnun er lögð niður.
Lagðar eru til breytingar á stærð og hlutverki þróunarsamvinnunefndar. Núverandi samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu verður lagt niður.
Lagðar eru til breytingar á lögum um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu til að mæta þróun sem átt hefur sér stað í því umhverfi sem hún starfar í.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr.  121/2008.
Lög um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu nr.  73/2007.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs. 

Umsagnir (helstu atriði)

Fjórar umsagnir bárust. Efasemda gætti um ágæti þess að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður. Vakin var athygli á  hlutfallslega lágu framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Þórir Guðmundsson (2014).  Þróunarsamvinna Íslands : skipulag, skilvirkni og árangur : skýrsla til utanríkisráðherra


Síðast breytt 18.12.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.