Samantekt um þingmál

Ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017

2. mál á 146. löggjafarþingi.
Stjórnarfrumvarp. Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að breyta ýmsum lögum sem tengjast tekju- eða gjaldahlið ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2017.

Helstu breytingar og nýjungar

Í frumvarpinu er lögð til 3% hækkun á viðmiðunarfjárhæðum barnabóta og 12,5% hækkun á tekjuviðmiðunarmörkum. Lagt er til að tímabundnar útreikningsreglur vaxtabóta verði framlengdar óbreyttar um eitt ár að frátöldum eignarmörkum bótanna sem hækka um 12,5%. Breytingar á barnabótum og vaxtabótum auka ráðstöfunartekjur og kaupmátt heimila um 1,5 milljarða kr. frá því sem ella hefði orðið, en hækkun útvarpsgjalds, gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra og gjalds fyrir vegabréf, samtals um 200 milljónir kr., vegur þar á móti. Lögð er til hækkun á gistináttaskatti úr 100 kr. í 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu frá 1. september 2017.

Breytingar á lögum og tengd mál

Alls er verið að breyta 26 lögum.
  • Skylt mál: Fjárlög 2017, 1. mál (fjármála- og efnahagsráðherra) á 146. þingi (06.12.2016)

Kostnaður og tekjur

Nettóáhrif tillagnanna á ríkissjóð verða jákvæð um tæplega 1,5 milljarða kr. 

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með lítils háttar breytingum.


Síðast breytt 03.01.2017. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.

Ýmsar forsendur fjár­lagafrum­varps 2017

(breyting ýmissa laga)

2. mál, lagafrumvarp
Lög nr. 126/2016.
146. löggjafarþing 2016–2017.

Skylt þingmál var lagt fram á 146. þingi og þar má finna umræður, þingskjöl og umsagnir: 1. mál.

1. um­ræða

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
06.12.2016 2 stjórnar­frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra

Umræða í þingsal

Dags. umræðu Þing­fundur Tími umræðu Tegund umræðu
08.12.2016 3. fundur 10:32-13:03
Horfa
1. um­ræða
08.12.2016 3. fundur 13:31-14:39
Horfa
1. um­ræða — 2 atkvæða­greiðslur
Málið gekk til efna­hags- og við­skipta­nefndar 08.12.2016.

Framsögumaður nefndarinnar: Brynjar Níelsson.

Umsagnabeiðnir efna­hags- og við­skipta­nefndar sendar 09.12.2016, frestur til 14.12.2016

2. um­ræða

Umfjöllun í nefndum


Dagsetning Fundur Nefnd
09.12.2016 2. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
12.12.2016 3. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
16.12.2016 8. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
19.12.2016 10. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
20.12.2016 12. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
21.12.2016 13. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
21.12.2016 14. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
21.12.2016 38 ­nefnd­ar­álit meiri hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar
21.12.2016 39 breyt­ing­ar­til­laga meiri hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar
21.12.2016 40 breyt­ing­ar­til­laga Smári McCarthy
21.12.2016 42 ­nefnd­ar­álit 1. minni hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar
21.12.2016 43 breyt­ing­ar­til­laga 1. minni hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar
21.12.2016 44 ­nefnd­ar­álit 2. minni hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar

Umræða í þingsal

Dags. umræðu Þing­fundur Tími umræðu Tegund umræðu
21.12.2016 10. fundur 21:18-22:37
Horfa
2. um­ræða — 1 atkvæða­greiðsla
22.12.2016 11. fundur 10:33-11:31
Horfa
Fram­hald 2. um­ræðu — 58 atkvæða­greiðslur

3. um­ræða

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
22.12.2016 58 frum­varp eftir 2. um­ræðu

Umræða í þingsal

Dags. umræðu Þing­fundur Tími umræðu Tegund umræðu
22.12.2016 13. fundur 20:26-20:27
Horfa
3. um­ræða
22.12.2016 13. fundur 21:16-21:20
Horfa
3. um­ræða — 1 atkvæða­greiðsla

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
22.12.2016 81 lög (samhljóða þingskjali 58)