Samantekt um þingmál

Kjararáð

7. mál á 146. löggjafarþingi.
Frumvarp. Bjarni Benediktsson.

Markmið

Að fækka þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör hjá.

Helstu breytingar og nýjungar

Þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun hjá fækkar verulega og ákvæði eru um hvernig skuli ákvarða um laun þeirra sem ekki heyra lengur undir kjararáð. Í meginatriðum munu launaákvarðanir þeirra falla undir ákvæði um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Viðkomandi stéttarfélag mun semja fyrir þeirra hönd og stjórnir viðkomandi stofnana eða félaga semja um starfskjör. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Lítils háttar breytingar þarf að gera á 25 lögum en meginbreytingin er á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr.  70/1996.
  • Endurflutt: Kjararáð, 871. mál (fjármála- og efnahagsráðherra) á 145. þingi (16.09.2016)

Kostnaður og tekjur

Áætlað er að árlegur kostnaður vegna breytts fyrirkomulags launaákvarðana nemi 12,5 milljónum kr. auk 15 milljóna kr. kostnaðar vegna greiðslu ríkisins til Félags forstöðumanna ríkisstofnana til að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af rekstri álitamála sem upp koma.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með nokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Kjararáð.
Norska leiðin.  Statens lederlønssystem


Síðast breytt 02.01.2017. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið upplysing@althingi.is.

Kjara­ráð

7. mál, lagafrumvarp
Lög nr. 130/2016.
146. löggjafarþing 2016–2017.

Frumvarpið er endurflutt, sjá 871. mál á 145. þingi - kjararáð.

1. um­ræða

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
12.12.2016 7 frum­varp
1. upp­prentun
Bjarni Benedikts­son

Umræða í þingsal

Dags. umræðu Þing­fundur Tími umræðu Tegund umræðu
13.12.2016 4. fundur 15:59-17:01
Horfa
1. um­ræða — 2 atkvæða­greiðslur
Málið gekk til efna­hags- og við­skipta­nefndar 13.12.2016.

Framsögumaður nefndarinnar: Björt Ólafsdóttir.

2. um­ræða

Umfjöllun í nefndum


Dagsetning Fundur Nefnd
13.12.2016 5. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
14.12.2016 7. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
16.12.2016 8. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
16.12.2016 9. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
19.12.2016 10. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
19.12.2016 11. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
19.12.2016 13 ­nefndar­álit með breytingar­tillögu
1. upp­prentun
meiri hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar
20.12.2016 14 ­nefndar­álit með breytingar­tillögu minni hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar

Umræða í þingsal

Dags. umræðu Þing­fundur Tími umræðu Tegund umræðu
20.12.2016 7. fundur 13:33-15:15
Horfa
2. um­ræða
20.12.2016 8. fundur 16:03-16:13
Horfa
Fram­hald 2. um­ræðu — 16 atkvæða­greiðslur
Málið gekk til efna­hags- og við­skipta­nefndar 20.12.2016.

Framsögumaður nefndarinnar: Björt Ólafsdóttir.

3. um­ræða

Umfjöllun í nefndum


Dagsetning Fundur Nefnd
21.12.2016 13. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd
21.12.2016 15. fundur efna­hags- og við­skipta­nefnd

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
20.12.2016 19 frum­varp eftir 2. um­ræðu
21.12.2016 46 ­nefndar­álit með breytingar­tillögu minni hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar
21.12.2016 45 ­nefndar­álit með breytingar­tillögu meiri hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar

Umræða í þingsal

Dags. umræðu Þing­fundur Tími umræðu Tegund umræðu
21.12.2016 10. fundur 22:37-23:17
Horfa
3. um­ræða
22.12.2016 11. fundur 11:31-11:39
Horfa
Fram­hald 3. um­ræðu — 5 atkvæða­greiðslur

Þingskjöl


Útbýtingar­dagur Þingskjal Flutnings­maður
22.12.2016 59 lög í heild