23.9.2016

Almennar stjórn­mála­um­ræð­ur (eldhúsdagur) 26. september

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.40 mánudaginn 26. september 2016 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, nöfn ræðumanna verða tilkynnt á mánudaginn.

Almennar stjórnmálaumræður sem fara fram á síðari hluta þings eru í daglegu tali kallaðar „eldhúsdagsumræður“. Í eldhúsdagsumræðum er rætt um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar.

Í Íslensku alfræðiorðabókinni er eldhúsdagsumræðum lýst svo: ,,almennar stjórnmálaumræður á Alþ. um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar, haldnar undir þinglok og er útvarpað og sjónvarpað. Heitið vísar til þess að í e. gerir ríkisstjórnin hreint fyrir sínum dyrum.“

Í íslenskum orðabókum er fyrsta skýring á eldhúsdegi að hann sé annadagur í eldhúsi. Í Íslensk–danskri orðabók Sigfúsar Blöndals eru rækilegri skýringar á orðinu eldhúsdagur:

1. en travl Dag í Køkkenet, især i Slagtetiden.

2. Dag, hvor man er blevet trakteret i Køkkenet, har faaet god og rigelig Mad; ogs. i overf. Bet.: Dag, man har haft det godt, en glad Dag: haltu þjer nú eldhúsdag á morgun af þessum sauð, gør dig nu en glad Dag i Morgen paa dette Faar.

3. ,,Køkkendag“, i Udtr.: gera sjer eldhúsdag, rydde op i Køkkenet, især i overf. Bet.: faa af Vejen og rydde bort Ting og Sager, der har samlet sig op.

4. spec. i Altinget den Dag, Finansloven kommer til Behandling, efter at have været i Udvalg (Fortsættelse af første Behandling; man benytter i Alm. denne Dag til Kritik af Regeringens Førelse i det hele taget.)

Þessar tilvitnanir í tvö rit, hin fyrri frá 1990 og hin síðari frá 1920–1924, sýna að eldhúsdagsumræður í Alþingi hafa breyst að formi, en tilgangur þeirra er hinn sami.

Ítarleg umfjöllun um eldhúsdagsumræður er í Handbók Alþingis 2003, bls. 239–261.

Yfirlit frá 1996 yfir dagsetningu eldhúsdagsumræðna og frestun þingfunda

Þing Eld­hús­dags­um­ræð­ur Þingi frestað
121. 1996–1997 14. maí 17. maí
122. 1997–1998 3. júní 5. júní
123. 1998–1999 8. mars 11./25. mars
125. 1999–2000 10. maí 13. maí/2. júlí
126. 2000–2001 16. maí 20. maí
127. 2001–2002 24. apríl 3. maí
128. 2002–2003 12. mars 15. mars
130. 2003–2004 24. maí 28. maí/22. júlí
131. 2004–2005 10. maí 11. maí
132. 2005–2006 3. júní 3. júní
133. 2006–2007 14. mars 18. mars
135. 2007–2008 27. maí 29. maí/12. sept.
136. 2008–2009 7. apríl 17. apríl
138. 2009–2010
14. júní 24. júní/28. sept.
139. 2010–2011 8.júní 15. júní/17. sept.
140. 2011–2012 29. maí 19. júní
141. 2012–2013 13. mars 27. mars
143. 2013–2014 14. maí 16. maí/18. júní
144. 2014–2015 1. júlí 3. júlí