1.12.2011

Þrjár sérstakar umræður föstudaginn 2. desember

Föstudaginn 2. desember fara fram þrjár sérstakar umræður:
Kl. 11: Ósakhæfir fangar á Íslandi og aðbúnaður þeirra fyrr og nú, Álfheiður Ingadóttir er málshefjandi og velferðarráðherra svarar.
Kl. 11:30: Réttargeðdeildin að Sogni og uppbygging réttargeðdeildar, Sigurður Ingi Jóhannsson er málshefjandi og velferðarráðherra svarar.
Kl. 13:30: Ályktun Íslenskrar málnefndar 2011 um stöðu tungunnar, Mörður Árnason er málshefjandi og mennta- og menningarmálaráðherra svarar.