11.5.2010

Bætt útgáfa af innskönnuðum þingskjölum frá 1961-1988

Nýjar pdf-útgáfur er komnar á vef Alþingis af innskönnuðum þingskjölum frá 82. þingi (1961) til 110. þings (1988).

Í nýju pdf-útgáfunum er texti bak við myndina af skjalinu, ólíkt því sem var í fyrri pdf-útgáfunum.

Nú er því hægt að afrita texta úr pdf-skjölunum og leita að staðsetningu í skjölunum. Einnig er hægt að leita að orðum í texta skjalanna. Unnið er að því að skrá skjölin þannig að hægt verði að nýta möguleika ítarleitar við leit í þeim.

Hafa ber í huga að við leturgreiningu í nýju pdf-skjölunum hefur textinn ekki alltaf skilað sér hárréttur, algengast er að stafir hafi víxlast. Áfram verður unnið að því að bæta aðgengi, leitarmöguleika og texta innskönnuðu skjalanna.