6.3.2014

Útvarps- og sjónvarpsumræður um skipun rannsóknarnefndar í málefnum Landssímans og einkavæðingarnefndar

Útvarps- og sjónvarpsumræður um skipun rannsóknarnefndar í málefnum Landssímans og einkavæðingarnefndar, 6. mars kl. 15.00

Í dag kl. 15.00 verða útvarps- og sjónvarpsumræður um tillögu til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar í málefnum Landssímans og einkavæðingarnefndar, 554. mál, þskj. 872., fyrri umræða.

Umræðan fer fram á grundvelli 77. gr. þingskapa. Samkomulag er milli þingflokka um að ræðutími verði 20 mín. á hvern þingflokk, sbr. 80. gr. þingskapa. Meðan umræðunni er útvarpað skiptist hún í tvær umferðir, 10 mínútur í hvorri umferð.

Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum:

Samfylkingin,
Sjálfstæðisflokkur,
Vinstri hreyfingin – grænt framboð,
Framsóknarflokkur og
Frjálslyndi flokkur.

Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Samfylkinguna talar í fyrri umferð Jóhanna Sigurðardóttir, 5. þm. Reykjavíkurkjördæmis, en í síðari umferð Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurlandskjördæmis, og Guðmundur Árni Stefánsson, 6. þm. Reykjaneskjördæmis.

Fyrir Sjálfstæðisflokk talar í fyrri umferð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, en í síðari umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þm. Reykjaneskjördæmis, og Vilhjálmur Egilsson, 1. þm. Norðurlandskjördæmis vestra.

Ræðumenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs verða í fyrri umferð Ögmundur Jónasson, 13. þm. Reykjavíkurkjördæmis, og Jón Bjarnason, 5. þm. Norðurlandskjördæmis vestra, í síðari umferð.

Fyrir Framsóknarflokk talar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra í fyrri umferð, en Jónína Bjartmarz, 16. þm. Reykjavíkurkjördæmis, í síðari umferð.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrri umferð Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestfjarðakjördæmis en Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykjavíkurkjördæmis, í síðari umferð.

Þegar útvarpi frá umræðunni lýkur verður henni haldið áfram skv. 44. gr. þingskapa ef henni verður þá ekki lokið.