31.3.2008

Hljóð- og myndupptökur af umræðum á þingfundum á vef Alþingis

Aðgangur hefur nú verið opnaður að hljóð- og myndupptökum af umræðum á þingfundum á vef Alþingis. 

Myndupptökur eru aðgengilegar í lok fundar eða í síðasta lagi í lok fundardags en hljóðupptökur eru aðgengilegar um leið og flutningi ræðu er lokið. 

Tilraunir með vistun á hljóð- og myndupptökum á vef hafa staðið yfir í nokkurn tíma og áfram verður unnið að því að þróa skráningu á upptökunum og bæta aðgengi að þeim.

Á vef Alþingis er nú aðgangur að hljóð- og myndupptökum frá því í október 2007.

Hljóð- og myndupptökur birtast á vef Alþingis á þeim stöðum sem ræður og þingfundir eru birt og hægt er hlusta og horfa á ræður þingmanna jafnvel þó svo að útskrift af þeim sé ekki til.


Myndupptökur á vef Alþingis