Tilkynningar

2.6.2017 : Tölfræðilegar upplýsingar um 146. löggjafarþing

21315-281-Edit3Þingfundum 146. löggjafarþings var frestað 1. júní 2017. Þingið var að störfum frá 6. til 22. desember 2016 og frá 24. janúar til 1. júní 2017. Þingfundir voru samtals 79 og stóðu í rúmar 383 klst. Af 131 frumvarpi urðu alls 53 að lögum.

Lesa meira

2.6.2017 : Aðalmenn taka sæti

Þingmenn í þingsalFöstudaginn 2. júní, tóku sæti að nýju á Alþingi Andrés Ingi Jónsson, Bryndís Haraldsdóttir, Einar Brynjólfsson, Eva Pandora Baldursdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Nicole Leigh Mosty, Steingrímur J. Sigfússon og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Lesa meira

1.6.2017 : Ávarp forseta Alþingis við frestun þingfunda

Þingmenn í þingsal í janúar 2017Forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, flutti ávarp við frestun 146. löggjafarþings 1. júní 2017. Þingið kom saman 6. desember 2016 en þá hafði það ekki gerst í hartnær 40 ár að þingsetning að loknum alþingiskosningum færi fram án þess að fyrir lægi meirihlutasamstarf og ný ríkisstjórn. 

Lesa meira

30.5.2017 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikud. 31. maí

Umræður í þingsalBreytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikudaginn 31. maí klukkan 11:00: Fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira

30.5.2017 : Yfirlit um þingstörfin

Umræður í þingsalÝmis yfirlit um þingmál eru á vef Alþingis, m.a. staða málaefnisflokkuð þingmállistar yfir mál á yfirstandandi þingi og sams konar yfirlit frá fyrri þingum. Einnig fundargerðir og upptökur af þingfundum.

Lesa meira

29.5.2017 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 29. maí

Ræðumenn á eldhúsdegi í maí 2017Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.35 mánudaginn 29. maí 2017 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir.

Lesa meira

29.5.2017 : Tillaga um skipan 15 landsréttardómara

Dómsmálaráðherra afhendir forseta Alþingis  tillögu um skipan 15 dómara í landsréttDómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, afhenti í morgun forseta Alþingis, Unni Brá Konráðsdóttur, tillögu um skipan 15 landsréttardómara. Forseti tilkynnti við upphaf þingfundar í dag að málinu væri vísað til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
 

Lesa meira

26.5.2017 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 29. maí

Umræður í þingsalAlmennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.35 mánudaginn 29. maí 2017 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir, nöfn ræðumanna verða tilkynnt á mánudaginn.

Lesa meira

23.5.2017 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikudaginn 24. maí

Þingfundur í janúar 2017Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikudaginn 24. maí klukkan 10:30: Fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

23.5.2017 : Samúðarkveðjur til neðri deildar breska þingsins

Samúðarkveðjur til breska þingsins frá AlþingiForseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, greindi frá því við upphaf þingfundar 23. maí að forseti hafi fyrir hönd Alþingis sent samúðarkveðjur til forseta neðri deildar breska þingsins, John Bercow, vegna hinna hryllilegu hryðjuverka sem áttu sér stað í Manchester í gærkvöldi.

Lesa meira