Tilkynningar

23.2.2018 : Sérstök umræða um lestrarvanda og aðgerðir til að sporna við honum

Guðmundur Andri Thorsson og Lilja AlfreðsdóttirMánudaginn 26. febrúar um kl. 15:45 fer fram sérstök umræða um lestrarvanda og aðgerðir til að sporna við honum. Málshefjandi er Guðmundur Andri Thorsson og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

23.2.2018 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 26. febrúar

Þingmenn í þingsal við upphaf 148. þingsViðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 26. febrúar klukkan 15:00: Heilbrigðisherra, ferðamála-, iðnaðar-  og nýsköpunarráðherra, félags- og jafnréttisráðherra,  samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

23.2.2018 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 1. mars

Þingmenn í þingsal við upphaf 148. þingsViðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 1. mars klukkan 10:30: Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

23.2.2018 : Breytingar á 6. gr. reglna forsætisnefndar um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar

Á fundi forsætisnefndar Alþingis 22. febrúar voru samþykktar samhljóða breytingar á reglum um þingfararkostnað. Í þeim felast þrjár efnisbreytingar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, í öðru lagi sett skýrari ákvæði um staðfestingargögn sem eru grundvöllur endurgreiðslu og loks eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl.

Lesa meira

22.2.2018 : Undirritun samstarfsyfirlýsingar um heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Silvana Koch-Mehrin, stofnandi WPL og Steingrímur J. Sigfússon forseti AlþingisRíkisstjórn Íslands, Alþingi og heimssamtök kvenleiðtoga – WPL, Women Political Leaders Global Forum, hafa gert með sér samkomulag um að halda heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi á árunum 2018–2021.

Lesa meira

22.2.2018 : Breytingar á reglum um þingfararkostnað samþykktar í forsætisnefnd

Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun voru samþykktar samhljóða breytingar á reglum um þingfararkostnað. Í þeim felast þrjár efnisbreytingar.

Lesa meira

20.2.2018 : Sérstök umræða um málefni löggæslu

Þorsteinn Sæmundsson og Sigríður Á. AndersenMiðvikudaginn 21. febrúar um kl. 15:30 fer fram sérstök umræða um málefni löggæslu. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen.

Lesa meira

20.2.2018 : Heimsókn forseta grænlenska þingsins

Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska þingsins og forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í morgun á móti Lars-Emil Johansen, forseta Inatsisartut, í Alþingishúsinu. 

Lesa meira

19.2.2018 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánud. 19. febrúar

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 19. febrúar klukkan 15:00: Forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira