Tilkynningar

27.4.2017 : Heimsókn rússneskra þingmanna

Heimsókn rússneskra þingmannaForseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, tók á móti rússneskum þingmönnum í Alþingishúsinu í gær, 26. apríl. Þingmennirnir áttu einnig fund með nefndarmönnum úr velferðarnefnd Alþingis og formönnum alþjóðanefnda.

Lesa meira

26.4.2017 : Opinn fundur í velferðarnefnd um fjármálaáætlun - bein útsending

Föstudaginn 28. apríl verður opinn fundur í velferðarnefnd um fjármálaáætlun 2018-2022. Gestir fundarins verða frá Landspítalanum. Bein útsending verður frá fundinum.

Lesa meira

21.4.2017 : Sérstakar umræður um kennaraskort í samfélaginu

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Kristján Þór JúlíussonMánudaginn 24. apríl um kl. 15:30 verða sérstakar umræður um kennaraskort í samfélaginu. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Lesa meira

21.4.2017 : Sérstakar umræður um húsnæðismál

Hanna Katrín Friðriksson og Þorsteinn VíglundssonMánudaginn 24. apríl um kl. 16:00 verða sérstakar umræður um húsnæðismál. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson.

Lesa meira

21.4.2017 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikud. 26. apríl

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikudaginn 26. apríl klukkan 15:00: Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og utanríkisráðherra. 

Lesa meira

20.4.2017 : Annette Lassen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2017

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 20 apríl, á sumardaginn fyrsta. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Gerður Kristný rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni.

Lesa meira

19.4.2017 : Nefndadagar 27. og 28. apríl

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í febrúar 2017.Í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar um breytingu á starfsáætlun verða fundir í fastanefndum fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. apríl.

Lesa meira

19.4.2017 : Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 20. apríl

Málverk af Jóni Sigurðssyni eftir August SchiöttHátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef Jónshúss.

Lesa meira

18.4.2017 : Breyting á starfsáætlun 27. og 28. apríl

Forsætisnefnd hefur samþykkt, að höfðu samráði við formenn þingflokka, að gera þá breytingu á starfsáætlun Alþingis að í stað þingfundar fimmtudaginn 27. apríl verði nefndafundir þann dag og að föstudaginn 28. apríl verði nefndafundir.

Lesa meira

10.4.2017 : Varamenn og aðalmenn taka sæti

Fimmtudaginn 6. apríl tók Jón Ragnar Ríkharðsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson og Jóhannes Stefánsson tók sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigríði Á. Andersen. Föstudaginn 7. apríl tóku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Brynjar Níelsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen sæti að nýju á Alþingi.  

Lesa meira