Tilkynningar

11.12.2017 : Setning Alþingis, 148. löggjafarþings

Alþingishúsið og nágrenniSetning Alþingis, 148. löggjafarþings, fimmtudaginn 14. desember 2017, hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30. Forseti Íslands setur Alþingi og að því loknu tekur starfsaldursforseti við fundarstjórn.

 

Lesa meira

7.12.2017 : Verkefni á dagskrá 100 ára afmælis fullveldis Íslands

Íslandskort-100 ára fullveldismafmæliÍ dag voru kynnt 100 verkefni á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Greint er frá viðburðum og dagskrá fullveldisafmælisins á vefnum fullveldi1918.is.

Lesa meira

6.12.2017 : Þingsetning 148. löggjafarþings

Merki AlþingisNýtt löggjafarþing, 148. þing, kemur saman fimmtudaginn 14. desember 2017 samkvæmt forsetabréfi um samkomudag Alþingis sem gefið var út þann 5. desember. Alþingi verður sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem hefst kl. 13.30.

Lesa meira

1.12.2017 : Heimsþingi WPL lýkur í Hörpu

Girl2Leader hópurinn í AlþingisgarðinumUndanfarna tvo daga hafa um 400 þingkonur og þjóðarleiðtogar fundað í Hörpu en ársþing alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders Global Forum, er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands.  

Lesa meira

28.11.2017 : Forseti þjóðþings Lettlands heimsækir Alþingi

Heimsókn forseta þjóðþings LettlandsSteingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, tók á móti forseta þjóðþings Lettlands, fr. Inöru Murniece, í Alþingishúsinu í dag.

Lesa meira

28.11.2017 : Heimsþing WPL Women Political Leaders í Hörpu 29.-30. nóvember

Samsett mynd af þáttakendum á heimsþingi Women Plitical Leaders í HörpuHeimsþing alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders, Global Forum verður haldið í Hörpu miðvikudaginn og fimmtudaginn 29.-30. nóvember 2017. Heimsþingið er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands en Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari heimsþingsins. Verða henni veitt sérstök heiðursverðlaun á þinginu.

Lesa meira

23.11.2017 : Haldið upp á 10 ára afmæli Skólaþings

Nemendur Akurskóla og starfsmenn skrifstofu Alþingis fagna 10 ára afmæli SkólaþingsHaldið var upp á 10 ára afmæli Skólaþings í dag. Skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, ásamt starfsmönnum skrifstofu Alþingis sem komu að gerð Skólaþings og sjá um stjórn þess, fögnuðu tímamótunum með nemendum Akurskóla úr Reykjanesbæ sem sátu Skólaþing í dag.

Lesa meira

23.11.2017 : Skólaþing 10 ára

Merki Skólaþings Skólaþing, kennsluver Alþingis, fagnar nú 10 ára afmæli en það var formlega opnað 23. nóvember 2007. Skólaþing er ætlað nemendum á unglingastigi grunnskólans og á þeim 10 árum sem það hefur starfað hafa rúmlega 15.500 nemendur úr 76 grunnskólum hlotið fræðslu þar. 

Lesa meira

20.11.2017 : Börn minna á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Börn af frístundaheimilum afhenda forseta Alþingis áskorun til stjórnvaldaAfmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er í dag. Síðastliðinn föstudag gengu börn frá frístunda­heimilum Tjarnar­innar fylktu liði frá Hallgríms­kirkju að Alþingis­húsinu. Þar afhentu þau starfandi forseta Alþingis áskorun til stjórn­valda um að standa vörð um réttindi barna.

Lesa meira

8.11.2017 : Kynning fyrir nýja alþingismenn

Nýir alþingismenn eftir kosningar 2017Nýir þingmenn kjörnir í alþingiskosningunum 28. október sl. sóttu í dag kynningu í Alþingishúsinu sem haldin var að venju eftir alþingiskosningar af skrifstofu Alþingis fyrir nýja alþingismenn. 

Lesa meira