Tilkynningar

13.10.2017 : Forseti Alþingis hittir framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Forseti Alþingis og framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Patriciu Espinosa, framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ræddu þær hlutverk kjörinna fulltrúa og þjóðþinga í baráttunni við loftslagsbreytingar en Alþingi samþykkti samhljóða fullgildingu Parísarsáttmálans á síðasta ári.   

Lesa meira

11.10.2017 : Forseti Alþingis tekur á móti bandarískum öldungadeildarþingmanni

Unnur Brá Konráðsdóttir og Lisa MurkowskiUnnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tók í dag á móti bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lisu Murkowski frá Alaska. Þær ræddu hagsmuni Norðurslóða og mikilvægi samvinnu þingmanna á heimsskautasvæðinu. 

Lesa meira

27.9.2017 : Skýrsla um uppreist æru, reglur og framkvæmd

Merki AlþingisStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd afgreiddi á fundi sínum í gær, 26. september, skýrslu um uppreist æru, reglur og framkvæmd.

Lesa meira

27.9.2017 : Samkomulag flokka um NPA mál

Merki AlþingisÍ tengslum við samkomulag um lok þingstarfa undirrituðu formenn flokkanna yfirlýsingu um feril fyrir frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og frumvarp um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Markmiðið með yfirlýs­ingunni var að eyða þeirri óvissu sem hefur verið um þjónustu við fatlað fólk, sérstak­lega notenda­stýrða persónu­lega aðstoð (NPA).

Lesa meira

27.9.2017 : Fundum 147. löggjafarþings frestað – yfirlit um þingstörfin

Forseti Alþingis flytur ávarp við þingsetningu 147. löggjafarþingsFundum Alþingis 147. löggjafarþings var frestað 27. september 2017. Þingið var að störfum frá 12. september 2017. Þingfundir voru samtals átta á sex þingfundadögum. Þeir stóðu samtals í tæpar 22 klukkustundir.

Lesa meira

27.9.2017 : Lokayfirlit yfir þingstörf 146. löggjafarþings

Þingfundur í janúar 2017Þingfundum 146. löggjafarþings var frestað 1. júní 2017. Þingið var að störfum frá 6. til 22. desember 2016 og frá 24. janúar til 1. júní 2017. Þingfundir voru samtals 79 og stóðu í rúmar 383 klst. 

Lesa meira

25.9.2017 : Upplýsingar um alþingiskosningar 2017 á kosning.is

Alþingishúsið og garðurinnAlþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 28. október 2017. Á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins, kosning.is, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar. Á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, eru birtar fréttir, greinar og annað efni sem tengist kosningamálum og kosningafræði.

Lesa meira

22.9.2017 : Aðalmaður tekur sæti

Steinunn Þóra ÁrnadóttirFöstudaginn 22. september tók Steinunn Þóra Árnadóttir sæti að nýju á Alþingi.  

Lesa meira

22.9.2017 : Vefsíða aldarafmælis fullveldis Íslands opnuð og kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins

Merki 100 ára fullveldisafmælis - rauttAldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins. Kallað er eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna við mótun dagskrár og tekið er á móti tillögum að verkefnum gegnum vefsíðuna.

Lesa meira

21.9.2017 : Bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 21. september, við umfjöllun um uppreist æru, reglur og framkvæmd

Merki AlþingisÁ fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag 21. september, við umfjöllun um uppreist æru, reglur og framkvæmd samþykkti nefndin samhljóða eftir­farandi bókun: Megin­afstaða umboð­smanns Alþingis er að eftir að hafa skoðað málið telji hann ekki ástæðu til frumkvæðis­athugunar af hans hálfu.

Lesa meira