Tilkynningar

28.8.2015 : Forseti Alþingis sækir heimsráðstefnu þingforseta í New York

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir heimsráðstefnu þingforseta sem haldin verður í New York 31. ágúst til 2. september næstkomandi. Ráðstefnan er haldin á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU). Forseti Alþingis var skipaður í undirbúningshóp sem unnið hefur að skipulagningu ráðstefnunnar og undirbúningi lokayfirlýsingar hennar.

Lesa meira

21.8.2015 : Fundur þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Stokkhólmi

Fundur þingforseta Norðurlanda og EystrasaltsríkjaKristján L. Möller, 1. varaforseti Alþingis, sækir árlegan fund þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn er í Stokkhólmi 20.-21. ágúst 2015 í boði Urban Ahlin, forseta sænska þingsins. 

Lesa meira

19.8.2015 : Störf við ræstingar

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir ræstingafólki. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma.

Lesa meira

18.8.2015 : Rekstrartruflanir á vef Alþingis

Rekstrartruflanir verða á vef Alþingis milli kl. 19.00 og 21.00 í dag, þriðjudaginn 18. ágúst, vegna uppfærslu á vélbúnaði. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Lesa meira

14.8.2015 : Fundur forsætisnefndar Alþingis á Siglufirði

Forsætisnefnd Alþingis á Siglufirði

Forsætisnefnd Alþingis hélt árlegan tveggja daga sumarfund 12.–13. ágúst 2015 og fór fundur fram á Siglufirði að þessu sinni. Fundurinn var meðal annars til undirbúnings nýju löggjafarþingi sem hefst þann 8. september næstkomandi.

Lesa meira

14.7.2015 : Störf þingvarða

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða þingverði í fullt starf. 

Lesa meira

9.7.2015 : Starfsfólk í mötuneyti

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir matráði og starfsmanni í mötuneyti í fullt starf.

Lesa meira

8.7.2015 : Tölfræðilegar upplýsingar um 144. löggjafarþing

Þingfundum 144. löggjafarþings var frestað 3. júlí til 8. september 2015 er 145. löggjafarþing hefst. Þingfundir voru samtals 147 og stóðu alls í tæpar 838 klukkustundir.

Lesa meira

3.7.2015 : Aðalmaður tekur sæti

Frá forseta Alþingis: Þann 3. júlí tók Gunnar Bragi Sveinsson sæti á ný.

Lesa meira