Tilkynningar

19.10.2016 : Alþjóðaritari á skrifstofu Alþingis

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir sérfræðingi í alþjóðamálum í stöðu alþjóðaritara. Alþjóðaritarar starfa á nefndasviði Alþingis fyrir alþjóðanefndir þingsins. Lesa meira

18.10.2016 : Upplýsingar um alþingiskosningar 2016 á kosning.is

Atkvæði í alþingiskosningumAlþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 29. október 2016. Á upplýsingavef innanríkisráðuneytisins,www.kosning.is, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar um kosningarnar. 

Lesa meira

13.10.2016 : Tölfræðilegar upplýsingar um 145. löggjafarþing

Þingfundur 11. apríl 2016Þingfundum 145. löggjafarþings var frestað 13. október 2016. Þingið var að störfum frá 8. sept. 2015 til 19. des. 2015 og frá 19. jan. til 8. júní 2016 og síðan frá 15. ágúst til 13. október 2016.

Lesa meira

13.10.2016 : Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun

Ávarp forseta við þingfrestun í október 2016

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, flutti ávarp við þingfrestun 13. október 2016. Í ávarpi sínu greindi hann meðal annars frá því að þingið sem nú er að ljúka sé lengsta þingið, talið í þingfundadögum, en þeir hafa verið 147.

Lesa meira

12.10.2016 : Þingfundur hefst kl. 10 árdegis 13. okt.

Þingfundur hefst kl. 10 árdegis fimmtudaginn 13. október 2016.

12.10.2016 : Varamenn taka sæti á Alþingi

Þann 10. okt. tóku þrír varamenn sæti á Alþingi: Halldóra Mogensen fyrir Helga Hrafn Gunnarsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir fyrir Katrínu Júlíusdóttur og Óli Björn Kárason fyrir Elínu Hirst.

Lesa meira

10.10.2016 : Sérstakar umræður um áhrif málshraða við lagasetningu

Birgitta Jónsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson

Þriðjudaginn 11. október kl. 11 árdegis verða umræður um áhrif málshraða við lagasetningu. Málshefjandi er Birgitta Jónsdóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Lesa meira

10.10.2016 : Sérstakar umræður um vaxtagreiðslur af lánum almennings

Þorsteinn Sæmundsson og Bjarni Benediktsson

Þriðjudaginn 11. október kl. 3 síðdegis verða sérstakar umræður um  vaxtagreiðslur af lánum almennings. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

7.10.2016 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánud. 10. okt.

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 10. okt. kl. 10:30: Fjármála- og efnahagsráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra.

Lesa meira

7.10.2016 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma þriðjud. 11. okt.

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma þriðjudaginn 11. okt. kl. 10:30: Forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira