Tilkynningar

22.9.2017 : Aðalmaður tekur sæti

Steinunn Þóra ÁrnadóttirFöstudaginn 22. september tók Steinunn Þóra Árnadóttir sæti að nýju á Alþingi.  

Lesa meira

22.9.2017 : Vefsíða aldarafmælis fullveldis Íslands opnuð og kallað eftir verkefnum á dagskrá afmælisársins

Merki 100 ára fullveldisafmælis - rauttAldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Opnuð hefur verið vefsíða afmælisársins. Kallað er eftir frumkvæði og virkri þátttöku landsmanna við mótun dagskrár og tekið er á móti tillögum að verkefnum gegnum vefsíðuna.

Lesa meira

21.9.2017 : Bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 21. september, við umfjöllun um uppreist æru, reglur og framkvæmd

Merki AlþingisÁ fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag 21. september, við umfjöllun um uppreist æru, reglur og framkvæmd samþykkti nefndin samhljóða eftir­farandi bókun: Megin­afstaða umboð­smanns Alþingis er að eftir að hafa skoðað málið telji hann ekki ástæðu til frumkvæðis­athugunar af hans hálfu.

Lesa meira

19.9.2017 : Upptaka af opnum fundi um uppreist æru

Upptaka af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um uppreist æruUpptaka af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um uppreist æru sem haldinn var 19. september 2017. Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, var gestur fundarins.

Lesa meira

19.9.2017 : Heimsókn breskra þingmanna

Forseti Alþingis og breskir þingmennSendinefnd þingmanna úr báðum deildum breska þingsins er í vinnuheimsókn á Íslandi. Þingmennirnir eru allir í Bretlandsdeild Alþjóða­þingmanna­sambandsins. Þeir áttu í morgun fund með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, þar sem samband Alþingis og breska þingsins bar hæst.

Lesa meira

19.9.2017 : Aðalmaður tekur sæti

Jón Steindór ValdimarssonÞriðjudaginn 19. september tók Jón Steindór Valdimarsson sæti að nýju á Alþingi.  

Lesa meira

18.9.2017 : Opinn fundur um reglur um uppreist æru - bein útsending

Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund um reglur um uppreist æru þriðjudaginn 19. september kl. 10. Gestur fundarins er  dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen.

Lesa meira

17.9.2017 : Fundir falla niður mánudaginn 18. september

Merki AlþingisForseti Alþingis hefur ákveðið að reglulegir fundir formanna þingflokka og forsætisnefndar falli niður mánudaginn 18. september. Öllum nefndarfundum hefur verið aflýst, um þingfund verður tilkynnt síðar.

Lesa meira

15.9.2017 : Varamaður tekur sæti

  • Orri Páll Jóhannsson og Steinnunn Þóra Árnadóttir

Föstudaginn 15. september tók Orri Páll Jóhannsson sæti Steinunnar Þóru Árnadóttur sem varamaður á Alþingi. 

Lesa meira

14.9.2017 : Tilhögun 1. umræðu frumvarps til fjárlaga 2018

Ráðherrar röð í umræðu um fjárlögFöstudaginn 15. september munu fagráðherrar ræða sína málaflokka í umræðu um fjárlög 2018. Hver ráðherra hefur stutta framsögu og í kjölfarið gefst fulltrúum allra flokka færi á að beina fyrirspurnum til ráðherra.

Lesa meira