Tilkynningar

23.11.2017 : Haldið upp á 10 ára afmæli Skólaþings

Nemendur Akurskóla og starfsmenn skrifstofu Alþingis fagna 10 ára afmæli SkólaþingsHaldið var upp á 10 ára afmæli Skólaþings í dag. Skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, ásamt starfsmönnum skrifstofu Alþingis sem komu að gerð Skólaþings og sjá um stjórn þess, fögnuðu tímamótunum með nemendum Akurskóla úr Reykjanesbæ sem sátu Skólaþing í dag.

Lesa meira

23.11.2017 : Skólaþing 10 ára

Merki Skólaþings Skólaþing, kennsluver Alþingis, fagnar nú 10 ára afmæli en það var formlega opnað 23. nóvember 2007. Skólaþing er ætlað nemendum á unglingastigi grunnskólans og á þeim 10 árum sem það hefur starfað hafa rúmlega 15.500 nemendur úr 76 grunnskólum hlotið fræðslu þar. 

Lesa meira

20.11.2017 : Börn minna á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Börn af frístundaheimilum afhenda forseta Alþingis áskorun til stjórnvaldaAfmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er í dag. Síðastliðinn föstudag gengu börn frá frístunda­heimilum Tjarnar­innar fylktu liði frá Hallgríms­kirkju að Alþingis­húsinu. Þar afhentu þau starfandi forseta Alþingis áskorun til stjórn­valda um að standa vörð um réttindi barna.

Lesa meira

8.11.2017 : Kynning fyrir nýja alþingismenn

Nýir alþingismenn eftir kosningar 2017Nýir þingmenn kjörnir í alþingiskosningunum 28. október sl. sóttu í dag kynningu í Alþingishúsinu sem haldin var að venju eftir alþingiskosningar af skrifstofu Alþingis fyrir nýja alþingismenn. 

Lesa meira

7.11.2017 : Kynningarfundur fyrir nýja alþingismenn

Skrifstofa Alþingis heldur að venju eftir alþingiskosningar kynningu fyrir nýja alþingismenn. Kynningin verður miðvikudaginn 8. nóvember í Alþingishúsinu og hefst kl. 9.30. Fjölmiðlum er velkomið að taka myndir við upphaf kynningarinnar. Möguleiki verður á viðtölum við nýja alþingismenn í kaffihléi um kl. 10.30.

Lesa meira

31.10.2017 : Útgáfa kjörbréfa og starfandi forseti eftir alþingiskosningar

Merki AlþingisNöfn nýkjörinna alþingismanna hafa verið skráð og birt á vef Alþingis með fyrirvara um afgreiðslu landskjörstjórnar. Að loknum alþingiskosningum gegnir störfum forseta, sem ekki er endurkjörinn, sá  varaforseti  sem næst honum gengur í röð endurkjörinna varaforseta.

Lesa meira

29.10.2017 : Alþingismenn

Merki AlþingisNöfn nýkjörinna alþingismanna verða skráð og birt á vef Alþingis mánudaginn 30. október. Birtingin er með fyrirvara um afgreiðslu landskjörstjórnar.

Lesa meira

27.10.2017 : Upplýsingar um alþingiskosningar 2017 á kosning.is

Alþingishúsið og garðurinnAlþingiskosningar verða haldnar laugardaginn 28. október 2017. Á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins, kosning.is, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar. Á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, eru birtar fréttir, greinar og annað efni sem tengist kosningamálum og kosningafræði.

Lesa meira