Tilkynningar

2.10.2015 : Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2016

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 6. janúar til 13. desember 2016. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar mánudaginn 2. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

25.9.2015 : Heimsókn bandarískra öldungar­deildar­þingmanna

Heimsókn bandarískra öldungardeildarþingmanna

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tók ásamt fulltrúum þingflokka á móti sendinefnd þingmanna úr bandarísku öldungardeildinni í dag.

Lesa meira

25.9.2015 : Kjördæmavika - næsti þingfundur 5. október

Kjördæmavika verður dagana 28. september til 1. október 2015. Næsti þingfundur verður haldinn samkvæmt starfsáætlun mánudaginn 5. október.

Lesa meira

24.9.2015 : Yfirlit og samantektir um þingmál

Þingmenn í þingsalÝmis yfirlit og samantektir um þingmál eru á vef Alþingis meðal annars; staða mála, efnisflokkuð þingmál og samantektir um þingmál

Lesa meira

23.9.2015 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 24. sept.

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 24. sept. kl. 10:30: Heilbrigðisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra.

Lesa meira

23.9.2015 : Varamaður tekur sæti

Miðvikudaginn 23. sept. tók Hörður Ríkharðsson sæti sem varamaður Guðbjarts Hannessonar.

Lesa meira

23.9.2015 : Sérstakar umræður um samþjöppun í mjólkuriðnaði

Fimmtudaginn 24. sept. kl. 13.30 verða sérstakar umræður um samþjöppun í mjólkuriðnaði. Málshefjandi er Lilja Rafney Magnúsdóttir og til andsvara verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Lesa meira

22.9.2015 : Heimsókn allsherjar- og menntamálanefndar í Háskólann í Reykjavík

Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn í HR

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fór í heimsókn í Háskólann í Reykjavík 22. september.  Nefndin kynnti sér starfsemi og húsakynni skólans og hitti stjórnendur hans.

Lesa meira

22.9.2015 : Sérstakar umræður um rétt til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu

Miðvikudaginn 23. sept. kl. 3.30 síðdegis verða sérstakar umræður um rétt til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu. Málshefjandi er Katrín Júlíusdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Lesa meira

22.9.2015 : Upptaka af fundi um skýrslu umboðsmanns Alþingis

Upptaka

af fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um skýrslu umboðsmanns Alþingis.

Lesa meira