Tilkynningar

22.2.2018 : Undirritun samstarfsyfirlýsingar um heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Silvana Koch-Mehrin, stofnandi WPL og Steingrímur J. Sigfússon forseti AlþingisRíkisstjórn Íslands, Alþingi og heimssamtök kvenleiðtoga – WPL, Women Political Leaders Global Forum, hafa gert með sér samkomulag um að halda heimsþing kvenleiðtoga á Íslandi á árunum 2018–2021.

Lesa meira

22.2.2018 : Breytingar á reglum um þingfararkostnað samþykktar í forsætisnefnd

Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun voru samþykktar samhljóða breytingar á reglum um þingfararkostnað. Í þeim felast þrjár efnisbreytingar.

Lesa meira

20.2.2018 : Sérstök umræða um málefni löggæslu

Þorsteinn Sæmundsson og Sigríður Á. AndersenMiðvikudaginn 21. febrúar um kl. 15:30 fer fram sérstök umræða um málefni löggæslu. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen.

Lesa meira

20.2.2018 : Heimsókn forseta grænlenska þingsins

Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska þingsins og forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í morgun á móti Lars-Emil Johansen, forseta Inatsisartut, í Alþingishúsinu. 

Lesa meira

19.2.2018 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánud. 19. febrúar

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 19. febrúar klukkan 15:00: Forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

16.2.2018 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis föstudaginn 16. febrúar

Eftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar föstudaginn 16. febrúar klukkan 12:30:

Lesa meira

16.2.2018 : Sérstök umræða um frelsi á leigubílamarkaði

Hanna Katrín Friðriksson og Sigurður Ingi JóhannssonMánudaginn 19. febrúar um kl. 15:30 fer fram sérstök umræða um frelsi á leigubílamarkaði. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson.

Lesa meira

16.2.2018 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtud. 22. febrúar

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 10:30: Fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

15.2.2018 : Opinn fundur um skýrslu peningastefnunefndar - bein útsending

Opinn fundur verður hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis með peningastefnunefnd Seðlabankans fimmtudaginn 22. febrúar kl. 9:10 um skýrslu peningastefnunefndar.

Lesa meira