Tilkynningar

14.7.2015 : Störf þingvarða

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða þingverði í fullt starf. 

Lesa meira

9.7.2015 : Starfsfólk í mötuneyti

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir matráði og starfsmanni í mötuneyti í fullt starf.

Lesa meira

8.7.2015 : Tölfræðilegar upplýsingar um 144. löggjafarþing

Þingfundum 144. löggjafarþings var frestað 3. júlí til 8. september 2015 er 145. löggjafarþing hefst. Þingfundir voru samtals 147 og stóðu alls í tæpar 838 klukkustundir.

Lesa meira

3.7.2015 : Aðalmaður tekur sæti

Frá forseta Alþingis: Þann 3. júlí tók Gunnar Bragi Sveinsson sæti á ný.

Lesa meira

2.7.2015 : Skoðunarferðir í Alþingishúsinu sumarið 2015

Í sumar verða skoðunarferðir um Alþingishúsið kl. 14 á þriðjudögum og fimmtudögum (7. júlí til 25. ágúst). Í húsinu er sýning sem sett var upp í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna. Panta þarf fyrir fram: Sími 563 0500, netfang heimsoknir@althingi.is.

Lesa meira

1.7.2015 : Almennar stjórnmálaumræður 1. júlí

Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) verða 1. júlí 2015 og hefjast kl. 19.50 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi.

Lesa meira

30.6.2015 : Fundur vestnorrænna þingforseta

Fundur vestnorrænna þingforseta.Kristján L. Möller, 1. varaforseti Alþingis, sækir fund vestnorrænna þingforseta í Klakksvík í Færeyjum 30. júní 2015. 

Lesa meira

29.6.2015 : Minningarorð um Pétur H. Blöndal alþingismann

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, flutti minningarorð um Pétur H. Blöndal alþingismann á þingfundi 29. júní.

Lesa meira

28.6.2015 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma 29. júní

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma 29. júní kl. 10: Forsætisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira