Tilkynningar

24.11.2015 : Sérstakar umræður um loftslagsmál og markmið Íslands

Katrín Júlíusdóttir og Sigrún Magnúsdóttir

Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 15:30 verða sérstakar umræður um loftslagsmál og markmið Íslands. Málshefjandi er Katrín Júlíusdóttir og til andsvara verður umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir.

Lesa meira

23.11.2015 : Sérstakar umræður um starfsumhverfi lögreglunnar

Þorsteinn Sæmundsson og Ólöf NordalÞriðjudaginn 24. nóvember kl. 14:00 verða sérstakar umræður um starfsumhverfi lögreglunnar. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður innanríkisráðherra, Ólöf Nordal.

Lesa meira

23.11.2015 : Sérstakar umræður um almenningssamgöngur og uppbyggingu þeirra á höfuðborgarsvæðinu

Heiða Kristín Helgadóttir og Ólöf Nordal

Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 14:30 verða sérstakar umræður um almenningssamgöngur og uppbyggingu þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Málshefjandi er Heiða Kristín Helgadóttir og til andsvara verður innanríkisráðherra, Ólöf Nordal.

Lesa meira

20.11.2015 : Óundirbúinn fyrirspurnatími

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 26. nóvember kl. 10.30: Fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra.

Lesa meira

18.11.2015 : Sérstakar umræður um hugmyndir um einkavæðingu Landsbankans

Ásta Guðrún Helgadóttir og Bjarni BenediktssonFimmtudaginn 19. nóvember kl. 13:30 verða sérstakar umræður um hugmyndir um einkavæðingu Landsbankans. Málshefjandi er Ásta Guðrún Helgadóttir og til andsvara verður fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

18.11.2015 : Kröfuskjal fatlaðra kvenna til Alþingis

Í upphafi þingfundar 18. nóvember tilkynnti forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, að kröfuskjal frá fötluðum konum í Tabú og Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands til Alþingis, sem forseti Alþingis veitti viðtöku í gær, hafi verið lagt fram á lestrarsal.

Lesa meira

16.11.2015 : Samúðarkveðjur til frönsku þjóðarinnar frá Alþingi

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, greindi frá því við upphaf þingfundar 16. nóvember að hann hefði fyrir hönd Alþingis sent  forseta fulltrúadeildar franska þingsins, forseta öldungadeildar franska þingsins, og formanni vinahóps Frakklands og Íslands í franska þinginu bréf með samúðarkveðjum.

Lesa meira

16.11.2015 : Óundirbúinn fyrirspurnatími

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 16. nóv. kl. 15:00: Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og innanríkisráðherra.

Lesa meira

16.11.2015 : Sérstakar umræður um íslenska tungu í stafrænum heimi

Mánudaginn 16. nóvember kl. 15:30 verða sérstakar umræður um íslenska tungu í stafrænum heimi. Málshefjandi er Unnur Brá Konráðsdóttir og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson.

Lesa meira

13.11.2015 : Aðalmaður tekur sæti á ný

Tilkynning frá forseta Alþingis: Þann 13. nóv. tók Páll Jóhann Pálsson sæti að nýju á Alþingi.

Lesa meira