Tilkynningar

7.7.2017 : Starf á þingfundaskrifstofu

Merki AlþingisSkrifstofa Alþingis, þingfundaskrifstofa, auglýsir eftir lögfræðingi eða stjórnmálafræðingi. Þingfundaskrifstofa annast fjölbreytt verkefni. Flest varða þau undirbúning og störf þingfunda.

Lesa meira

3.7.2017 : Skýrslubeiðni til ríkisendurskoðanda vegna flugbrautar

Merki AlþingisStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir að ríkisendurskoðandi vinni úttekt á stjórnsýslu, framkvæmd, skilvirkni og ákvarðanatöku innanríkisráðherra, Samgöngustofu og Isavia ohf. vegna lokunar á flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli út frá gildandi lögum og stöðlum. 

Lesa meira

28.6.2017 : Þingskjölum útbýtt á vef Alþingis 28. júní

ÞingsalurEftirfarandi þingskjölum var útbýtt utan þingfundar miðvikudaginn 28. júní klukkan 11:50

Lesa meira

28.6.2017 : Forseti Alþingis fundar með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í vinnuheimsókn í  Bandaríkjunum

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. 

Lesa meira

26.6.2017 : Vinnuheimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Bandaríkjanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaðurUnnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tekur þátt í vinnuheimsókn þingforseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Bandaríkjanna, 27.–28. júní 2017. Þingforsetarnir munu eiga fund með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á miðvikudag 28. júní. 

Lesa meira

13.6.2017 : Fundur vestnorrænna þingforseta

Fundur vestnorrænna þingforseta

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, sótti fund vestnorrænna þingforseta í Nuuk á Grænlandi 12.–13. júní 2017 í boði Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska þingsins. Auk þeirra sótti Páll á Reynatúgvu, forseti færeyska Lögþingsins, fundinn. Á dagskrá fundar var samstarf landanna þriggja, einkum þingmannasamstarf.  

Lesa meira

2.6.2017 : Tölfræðilegar upplýsingar um 146. löggjafarþing

21315-281-Edit3Þingfundum 146. löggjafarþings var frestað 1. júní 2017. Þingið var að störfum frá 6. til 22. desember 2016 og frá 24. janúar til 1. júní 2017. Þingfundir voru samtals 79 og stóðu í rúmar 383 klst. Af 131 frumvarpi urðu alls 53 að lögum.

Lesa meira

2.6.2017 : Aðalmenn taka sæti

Þingmenn í þingsalFöstudaginn 2. júní, tóku sæti að nýju á Alþingi Andrés Ingi Jónsson, Bryndís Haraldsdóttir, Einar Brynjólfsson, Eva Pandora Baldursdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Nicole Leigh Mosty, Steingrímur J. Sigfússon og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Lesa meira

1.6.2017 : Ávarp forseta Alþingis við frestun þingfunda

Þingmenn í þingsal í janúar 2017Forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, flutti ávarp við frestun 146. löggjafarþings 1. júní 2017. Þingið kom saman 6. desember 2016 en þá hafði það ekki gerst í hartnær 40 ár að þingsetning að loknum alþingiskosningum færi fram án þess að fyrir lægi meirihlutasamstarf og ný ríkisstjórn. 

Lesa meira

30.5.2017 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikud. 31. maí

Umræður í þingsalBreytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma miðvikudaginn 31. maí klukkan 11:00: Fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Lesa meira