Tilkynningar

28.3.2017 : Opinn fundur um skýrslu rannsóknarnefndar - bein útsending

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund á morgun 29. mars kl. 12 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Bein útsending verður frá fundinum.

Lesa meira

28.3.2017 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 27. mars tóku Lilja Rafney Magnúsdóttir, Smári McCarthy og Steingrímur J. Sigfússon sæti að nýju á Alþingi. 

Lesa meira

27.3.2017 : Sérstakar umræður um gengisþróun og afkomu útflutningsgreina

Steingrímur J. Sigfússon og Benedikt JóhannessonÞriðjudaginn 28. mars um kl. 14:00 verða sérstakar umræður um gengisþróun og afkomu útflutningsgreina. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson.

Lesa meira

27.3.2017 : Skýrsla rannsóknarnefndar afhent

Rannsóknarnefnd Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. sem skipuð var á grundvelli þingsályktunar frá 2. júní 2016, afhendir forseta Alþingis skýrslu sína miðvikudaginn 29. mars kl. 10:00.

Lesa meira

24.3.2017 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánud. 27. mars

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 27. mars klukkan 15:00: Heilbrigðisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

24.3.2017 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtud. 30. mars

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 30. mars klukkan 10:30: Fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

24.3.2017 : Sérstakar umræður um þungunarrof og kynfrelsi kvenna

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Óttarr ProppéMánudaginn 27. mars um kl. 15:30 verða sérstakar umræður um þungunarrof og kynfrelsi kvenna. Málshefjandi er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé.

Lesa meira

24.3.2017 : Sérstakar umræður um umbætur í aðbúnaði og málefnum eldri borgara

Guðjón S. Brjánsson og Óttarr ProppéMánudaginn 27. mars um kl. 16:00 verða sérstakar umræður um umbætur í aðbúnaði og málefnum eldri borgara. Málshefjandi er Guðjón S. Brjánsson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé.

Lesa meira

24.3.2017 : Jafnréttismál sett á dagskrá fundar þingforseta í San Marínó

Fundur þingforseta í San MarínóJóna Sólveig Elínardóttir, 2. varaforseti Alþingis og formaður utanríkismálanefndar, sótti árlegan fund forseta þjóðþinga evrópska smáríkja sem haldinn var í San Marínó 21.–23. mars 2017.

Lesa meira

22.3.2017 : Sérstakar umræður um samgönguáætlun

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jón GunnarssonFimmtudaginn 23. mars um kl. 11:00 verða sérstakar umræður um samgönguáætlun. Málshefjandi er Kolbeinn Óttarsson Proppé og til andsvara verður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Jón Gunnarsson.

Lesa meira