Tilkynningar

14.7.2016 : Deildarstjóri ræðuútgáfu upplýsinga- og útgáfusviðs Alþingis

Skrifstofa Alþingis auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra ræðuútgáfu.

Lesa meira

8.7.2016 : Vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga lýkur störfum í ágúst n.k.

Vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga mun skila forseta Alþingis skýrslu um störf sín ásamt drögum að lagafrumvarpi í 2. viku ágústmánaðar næst komandi.

Þeir sem vilja kynna sér drög að skýrslu vinnuhópsins og frumvarpsdrögin geta gert það hér.

Þeir sem vilja koma með athugasemdir eða ábendingar við frumvarpsdrögin skulu senda vinnuhópnum athugasemdir sínar á kosningalog@althingi.is fyrir lok vinnudags, föstudaginn 5. ágúst næst komandi.

Lesa meira

7.7.2016 : Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari stýrir rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hefur að höfðu samráði við forsætisnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, sbr. 2. gr. laga nr. 68 2011, um rannsóknarnefndir, skipað Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara til að stýra rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. árið 2003, sbr. ályktun Alþingis frá 2. júní 2016. 

Lesa meira

1.7.2016 : Heimsókn breskra þingmanna

Vinnuheimsókn breskra þingmanna til Íslands

Þingmenn í vinahópi Íslands á breska þinginu eru í vinnuheimsókn á Íslandi 30. júní til 3. júlí 2016. 

Lesa meira

29.6.2016 : Fundur utanríkismálanefndar með forsætisráðherra Svartfjallalands

Heimsókn forsætisráðherra Svartfjallalands

Fulltrúar úr utanríkismálanefnd Alþingis áttu í dag fund með Milo Đukanović, forsætisráðherra Svartfjallalands. Á fundinum var m.a. rætt um aðild Svartfjallalands að NATO, sem nú er í fullgildingarferli, Brexit og stöðu Evrópusamvinnunnar og öryggis- og varnarmál í austanverðri Evrópu.

Lesa meira

27.6.2016 : Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu

Alþingisreitur

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Alþingis býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýja byggingu fyrir Alþingi á Alþingisreit. Samkeppnislýsing og nánari upplýsingar eru á vef Ríkiskaupa.

Lesa meira

22.6.2016 : Fundur vestnorrænna þingforseta á Ísafirði

Fundur vestnorrænna þingforseta á Ísafirði

Árlegur fundur vestnorræna þingforseta verður á Ísafirði, fimmtudaginn 23. júní 2016. Fundinn sækja auk Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis, Páll á Reynatúgvu, forseti færeyska þingsins, og Agathe Fontain, 1. varaforseti grænlenska þingsins.

Lesa meira

18.6.2016 : Hátíðarræða forseta Alþingis í Winnipeg á 17. júní 2016

Forseti Alþingis flytur þjóðhátíðarávarp í Winnipeg 17. júní 2016

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, flutti í gær hátíðarræðu á þjóð­hátíðar­samkomu Vestur-Íslendinga við styttu Jóns Sigurðssonar fyrir framan þinghúsið í Winnipeg.  Í ræðu sinni lagði hann meðal annars áherslu á hin sterku tengsl milli Íslands og Kanada sem þakka má öflugu samfélagi Vestur-Íslendinga og tækifæri til aukinnar samvinnu.

Lesa meira

13.6.2016 : Heimsókn forseta Alþingis á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada 14.–19. júní

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Sigrún J. Þórisdóttir, eiginkona hans, eru heiðursgestir félags Vestur-Íslendinga í Kanada 14.–19. júní 2016. Þau munu heimsækja Vestur-Íslendinga í Winnipeg, Gimli, Árborg og Riverton í Kanada, auk þess að heimsækja Íslendingabyggðir í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Á 17. júní mun forseti Alþingis flytja hátíðarræðu við þinghúsið í Winnipeg.

Lesa meira

13.6.2016 : Yfirlit yfir þingstörfin á 145. löggjafarþingi – við þingfrestun 8. júní

ÞingfundurFundum Alþingis var frestað 8. júní 2016 til 15. ágúst. 145. löggjafarþing hófst 8. september 2015. Þegar fundum var frestað 8. júní 2016 voru þingfundir orðnir 131, þingfundadagar 109 og fundir fastanefnda 516. Þá höfðu 80 mál orðið að lögum og 53 ályktanir verið samþykktar.

Lesa meira