Tilkynningar

8.2.2016 : Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB

Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB hefst kl. 10.00 9. febrúar í Hörpu. Á fundinum verður m.a. fjallað um samskipti Íslands og ESB, Schengen og flóttamannavandann í Evrópu, viðbrögð við fjármálakreppunni, samstarf um fiskveiðar og fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna. Fundurinn er opinn fjölmiðlum.

Lesa meira

5.2.2016 : Aðalmaður tekur sæti á ný

Tilkynning frá forseta Alþingis: Þann 5. febrúar tók Ásmundur Einar Daðason sæti á ný.

Lesa meira

4.2.2016 : Kjördæmavika - næsti þingfundur 15. febrúar

Skipting landsins í kjördæmi.

Kjördæmavika verður dagana 8. til 11. febrúar 2016. Næsti þingfundur verður haldinn samkvæmt starfsáætlun mánudaginn 15. febrúar. Sjá lista yfir kjördæmi og þingmenn eftir kjördæmum.

Lesa meira

4.2.2016 : Vinnuheimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Úkraínu

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Úkraínu

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sótti Úkraínu heim ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 1.–2. febrúar 2016. Þingforsetarnir áttu fundi með forseta úkraínska þingsins, fulltrúum úkarínskra þingflokka, forsætisráðherra og forseta Úkraínu. 

Lesa meira

4.2.2016 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum fimmtudaginn 4. febr.

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum fimmtudaginn 4. febrúar kl. 10.30: Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Lesa meira

3.2.2016 : Sérstök umræða um Tisa-samninginn

Ögmundur Jónasson og Gunnar Bragi SveinssonFimmtudaginn 4. febrúar kl. 11.00 verður sérstök umræða um Tisa-samninginn. Málshefjandi er Ögmundur Jónasson og til andsvara verður utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson.

Lesa meira

3.2.2016 : Sérstök umræða um skýrslu Unicef um niðurstöður greiningar á stöðu barna á Íslandi

Oddný Harðardóttir og Eygló Harðardóttir

Fimmtudaginn 4. febrúar verður sérstök umræða kl. 11.30 um nýlega skýrslu Unicef um niðurstöður greiningar á stöðu barna á Íslandi. Málshefjandi er Oddný Harðardóttir og til andsvara verður félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir. 

Lesa meira

1.2.2016 : Minningarorð um Ragnhildi Helgadóttur

1. varaforseti Alþingis, Kristján L. Möller, flutti minningarorð um Ragnhildi Helgadóttur, fyrrverandi alþingismann og ráðherra og fyrrverandi forseta neðri deildar Alþingis, á þingfundi 1. febrúar 2016.

Lesa meira

1.2.2016 : Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 1. febrúar

Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma mánudaginn 1. febrúar: Fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra.

Lesa meira

1.2.2016 : Heimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Úkraínu

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir Úkraínu heim ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 1.–2. febrúar 2016.

Lesa meira