Tilkynningar

30.5.2016 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 30. maí

Eldhúsdagur maí 2016Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) fara fram kl. 19.35 mánudaginn 30. maí 2016 og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur síðustu umferð.

Lesa meira

27.5.2016 : Útgáfa bókar sem byggist á skýrslu þingsins um fátæktarmál 1901–1905

Bók um fátæktarmál afhent forseta AlþingisForseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fékk í dag afhent fyrsta eintakið af bókinni Fátækt og fúlgaÞurfalingarnir 1902, eftir Jón Ólaf Ísberg, sérfræðing á upplýsinga- og útgáfusviði Alþingis, og Sigurð Gylfa Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands.

Lesa meira

25.5.2016 : Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma 26. maí

Breytt viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma fimmtudaginn 26. maí kl. 10:30: Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lesa meira

25.5.2016 : Sérstakar umræður um framtíðarsýn í skattkerfum og samfélagslegt hlutverk skatta, fimmtud. 26. maí

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni BenediktssonFimmtudaginn 26. maí kl. 14:00 verða sérstakar umræður um framtíðarsýn í skattkerfum og samfélagslegt hlutverk skatta. Málshefjandi er Katrín Jakobsdóttir og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

25.5.2016 : Sérstakar umræður um stefnu í skattlagningu á bifreiðaeigendur, fimmtud. 26. maí

Sigríður Á. Andersen og Bjarni BenediktssonFimmtudaginn 26. maí kl. 14:30 verða sérstakar umræður um stefnu í skattlagningu á bifreiðaeigendur. Málshefjandi er Sigríður Á. Andersen og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

25.5.2016 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns  frá ágústlokum 2016 til ágústloka 2017 til 10 verkefna.

Lesa meira

24.5.2016 : Breyting á starfsáætlun - 27. maí nefndadagur

Í samráði við forsætisnefnd og þingflokksformenn hefur forseti Alþingis ákveðið að föstudagurinn 27. maí verði nefndadagur en ekki þingfundadagur.

Lesa meira

24.5.2016 : Sérstakar umræður um starfsemi kampavínsklúbba miðvikud. 25. maí

Þorsteinn Sæmundsson og Ólöf NordalMiðvikudaginn 25. maí kl. 15:30 verða sérstakar umræður um starfsemi kampavínsklúbba. Málshefjandi er Þorsteinn Sæmundsson og til andsvara verður innanríkisráðherra, Ólöf Nordal.

Lesa meira

23.5.2016 : Sérstakar umræður um stöðu fjölmiðla á Íslandi þriðjud. 24. maí

Birgitta Jónsdóttir og Illugi GunnarssonÞriðjudaginn 24. maí kl. 14:00 verða sérstakar umræður um stöðu fjölmiðla á Íslandi. Málshefjandi er Birgitta Jónsdóttir og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson.

Lesa meira

23.5.2016 : Heimsókn sendinefndar frá þýska Sambandsþinginu

Sendinefnd frá þýska þinginu

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tók í dag á móti sendinefnd þýskra þingmanna í vinahópi Þýskalands og Norðurlanda á þýska Sambandsþinginu. Sendinefndin er í heimsókn á Íslandi frá 22.–25. maí.

Lesa meira