Tilkynningar

Deildarstjóri upplýsinga- og rannsóknaþjónustu

17.11.2016

Deildarstjóri upplýsinga- og rannsóknaþjónustu
 
Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir deildarstjóra í upplýsinga- og rannsóknaþjónustu.

Hlutverk deildarinnar er að veita alþingismönnum, starfsfólki Alþingis og starfsfólki þingflokka faglega og hlutlausa þjónustu. Auk deildarstjóra starfa þrír sérfræðingar við deildina. Kveðið á er um hlutverk deildarinnar í 92. gr. þingskapa og í reglum forsætisnefndar um þjónustu hennar

Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg stjórn og rekstur deildarinnar.
Forusta um fagleg vinnubrögð í deildinni.
Þátttaka í stefnumótun og gerð starfs- og fjárhagsáætlana fyrir deildina.
Umsjón með að verkefnum sé sinnt í samræmi við gildi skrifstofunnar.
Aðstoð við upplýsingaöflun ásamt öðrum starfsmönnum deildarinnar.
Þátttaka í starfi stjórnenda skrifstofu Alþingis.
Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi.

Hæfnikröfur
Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi. 
Marktæk starfsreynsla er áskilin. Stjórnunarreynsla er æskileg.
Hæfileiki til að skrifa skýrt á íslensku og semja hnitmiðuð minnisblöð og greinargerðir.
Þekking á starfsemi Alþingis er æskileg.
Geta til að leiða vinnu annarra og hvetja til árangurs.
Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.
Gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli.

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis.

Umsækjandi skal senda umsókn sína rafrænt í gegnum ráðningarkerfi Orra. 
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 
Skrifstofa Alþingis hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 
Tekið skal fram að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund - Fagmennska - Samvinna.

Upplýsingar um starfsemi Alþingis og skrifstofu þingsins er að finna á vef Alþingis, slóðin er www.althingi.is/um-althingi/.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.12.2016

Nánari upplýsingar veitir
Solveig Jónsdóttir - solveig@althingi.is - 563-0500
Þorsteinn Magnússon - tm@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið