Tilkynningar

Heimsókn allsherjar- og menntamálanefndar í Háskólann í Reykjavík

22.9.2015

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fór í heimsókn í Háskólann í Reykjavík 22. september.  

Nefndin kynnti sér starfsemi og húsakynni skólans og hitti stjórnendur hans, Ara Kristin Jónsson rektor og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra.

Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn í HR

Fastanefndum Alþingis er oft boðið í heimsóknir í ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem starfa á málefna­sviði þeirra. Ef færi gefst til að þiggja slík boð er reynt að fara í heimsóknir á föstum fundartímum nefnda.