Tilkynningar

Heimsþing WPL Women Political Leaders í Hörpu 29.-30. nóvember

28.11.2017

Heimsþing alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders, Global Forum verður haldið í Hörpu miðvikudaginn og fimmtudaginn 29.-30. nóvember 2017. Heimsþingið er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands en Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari heimsþingsins.  Verða henni veitt sérstök heiðursverðlaun á þinginu.

Gert er ráð fyrir 350-400 kvenleiðtogum í stjórnmálum frá um 100 löndum. Yfirskrift þingsins er “We Can Do It!” sem vísar til þess árangurs sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum.  Auk hefðbundinna þingstarfa verða rædd fjölbreytt viðfangsefni á þinginu. Allar frekari upplýsingar um dagskrá, hliðarviðburði og skipulag má finna á heimasíðu heimsþingsins wplsummit.org

Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um heimsþingið á ensku, en fjölmiðlar geta einnig haft samband við Sigþrúði Ármann, tengilið/ambassador WPL á Íslandi, í síma 699-6613 eða á netfangið sa@wpleaders.org

Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir heimsþingið. Þeir skulu þá hafa sótt um sérstakan aðgangspassa fyrir kl. 12 þriðjudaginn 28. nóvember 2017. Þátttöku er hægt að tilkynna með því að senda póst á póstfangið mailto:vidburdir@althingi.is eða hafa samband við þingverði í síma 563 0500. Fram þarf að koma fullt nafn fjölmiðlamanns og nafn fjölmiðils. Aðgangskort verða afhent í anddyri Alþingishússins til kl. 17.00 þriðjudaginn 28. nóvember.

Hægt er fylgjast með heimsþingi WPL í útsendingu á vef WPL wplsummit.org og á samfélagsmiðlum: #WPLsummit.

Fimmtán nýverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sína á heimsþing WPL í Reykjavík 2017:

 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands (1980-1996)

Maria Liberia Peters, fyrrverandi forsætisráðherra Hollensku Antilleseyja (1984-1986, 1988-1994)

Kim Campbell, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada (1993)

Jennifer Smith, fyrrverandi forsætisráðherra Bermúda (1998-2003)

Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands (1999-2008)

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands (2009-2013)

Mari Kiviniemi, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands (2010-2011)

Iveta Radičová, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu (2010-2012)

Paula Cox, fyrrverandi forsætisráðherra Bermúda (2010-2012)

Atifete Jahjaga, fyrrverandi forseti Kósóvó (2011-2015)

Aminata Touré, fyrrverandi forsætisráðherra Senegal (2013-2014)

Dalia Grybauskaitė, forseti Litháens, Chair of CWWL

Marie-Louise Coleiro Preca, forseti Möltu

Kolinda Grabar-Kitarović, forseti Króatíu

Kersti Kaljulaid, forseti Eistlands

Um WPL

The Women Political Leaders Global Forum (WPL) eru alheimssamtök kvenkyns stjórnmálamanna. Markmið WPL er að fjölga kvenkyns stjórnmálamönnum og auka áhrif þeirra í leiðtogastörfum innan stjórnmála.

Upplýsingar veitir: Alice Stollmeyer, sími: +32 2 733 13 44, netfang: alice@wpleaders.org

Um CWWL

The Council of Women World Leaders (CWWL) er samstarfsvettvangur 66 núverandi og fyrrverandi kvenkyns forseta og forsætisráðherra og eru einu samtök sinnar tegundar í heiminum.

Upplýsingar veitir: Sarah Wildi, sími: +1 202 701 9597, netfang: swildi@unfoundation.org