Tilkynningar

Útgáfustörf hjá Alþingi

12.7.2012

Skrifstofa Alþingis auglýsir laus til umsóknar störf við útgáfu umræðna og við vinnslu og útgáfu þingskjala.
Störfin eru hjá ræðuútgáfu upplýsinga- og útgáfusviðs og hjá skjaladeild nefndasviðs. Í boði eru full störf til frambúðar, svo og tímabundið starf. Störfin eru laus frá 1. september nk.

Starfssvið:

Útgáfa á þingræðum: Þingræður búnar undir útgáfu á vef Alþingis og í Alþingistíðindum, ritstýring, yfirlestur, heimildaathugun o.fl.

Vinnsla og útgáfa þingskjala: Frágangur og uppsetning þingskjala (frumvarpa, tillagna o.fl.), lagatæknileg atriði, yfirlestur fyrir útgáfu bæði á prenti og á vefsíðum, innfelling breytingartillagna, útgáfa lagaskjala o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í íslensku, lögfræði, málvísindum, stjórnmálafræði eða öðrum sambærilegum greinum.
    Þekking á íslensku lagamáli.
    Staðgóð þekking á þjóðfélagsmálum.
    Reynsla af heimildaleit.
    Nákvæmni í vinnubrögðum.
    Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
    Hæfni til að vinna undir álagi.
    Góð tölvukunnátta.


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Heimilt er að sækja um öll störfin eða sérstaklega um útgáfu umræðna eða vinnslu og útgáfu þingskjala.

Nánari upplýsingar um störfin veita Solveig K. Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og útgáfusviðs, og Álfhildur Álfþórsdóttir, deildarstjóri skjaladeildar nefndasviðs, í síma 5630 500.

Umsóknir ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar á netfangið starfsmannahald@althingi.is eigi síðar en 7. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:
þjónustulund, fagmennska og samvinna.