Tilkynningar

Hátíðarsamkoma í Alþingishúsinu í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands - 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar minnst

17.6.2011

Upptaka af hátíðarsamkomu sem var haldin í Alþingishúsinu 17. júní í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun Háskóla Íslands í þinghúsinu.


Ávörp fluttu forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, starfandi menntamálaráðaherra, Svandís Svavarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir og formaður Stúdentaráðs, Lilja Dögg Jónsdóttir. Háskólakórinn söng við athöfnina.

Að lokinni athöfn í þingsal afhjúpaði rektor Háskóla Íslands veggmynd í forsal á 1. hæð til minningar um starfsemi háskólans í þinghúsinu, en þar var háskólinn til húsa frá 1911 til 1940. Forseti Alþingis færði Háskóla Íslands gjöf frá Alþingi.

Forseti Alþingis opnaði einnig sýningu um þingstörf Jóns Sigurðssonar forseta og starfsemi háskólans í Alþingishúsinu. Sýningin verður eingöngu opin 17. júní og verður Alþingishúsið opið almenningi frá kl. 14 til 17.30.