Tilkynningar

Fundur samstarfsnefndar Alþingis og þjóðkirkjunnar

17.5.2010

Samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar sem starfar samkvæmt lögum nr. 12/1982 hélt fund í Alþingishúsinu mánudaginn 17. maí. Fundurinn hófst kl. 10.30 og stóð fram undir hádegi. Á fundinum var meðal annars rætt um frumvarp til þjóðkirkjulaga sem samþykkt var á kirkjuþingi 2008. Önnur mál á dagskrá fundarins voru fyrirhuguð breyting á hjúskaparlögum, samningar ríkis og kirkju sem hafa verið lögfestir, fjármál þjóðkirkjunnar og önnur mál.

Samstarfsnefndina skipa af hálfu Alþingis forseti þingsins og fulltrúar allra þingflokka en af hálfu þjóðkirkjunnar kirkjuráð.

Fundinn sátu Þorsteinn Magnússon aðstoðarskrifstofustjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson (F), Ragnheiður E. Árnadóttir(S), Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf), Árni Þór Sigurðsson (Vg), Birgitta Jónsdóttir (Hr), Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli, Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands og forseti kirkjuráðs, Jóhann E. Björnsson, fyrrverandi forstjóri, Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur og Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari.