Tilkynningar

Opinn fundur viðskiptanefndar með viðskiptaráðherra um erfiðleika á fjármálamarkaði 2. apríl 2009

2.4.2009

Viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 2. apríl kl. 9.30.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Á fundinum verður rætt um viðbrögð stjórnvalda við erfiðleikum á fjármálamarkaði síðustu vikur m.a. um aðgerðir stjórnvalda gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum og beitingu neyðarlaga gagnvart Straumi, SPRON og Sparisjóðabankanum, fjárhagslega fyrirgreiðslu til Verðbréfastofunnar og Saga Capital og fyrirheit um stuðning við nokkra sparisjóði.

Gestir fundarins verða Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar Fjármáleftirlitsins, og Arnór Sighvatssson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands.

Miðað er við að fundurinn standi til kl. 10.45.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.

Fundurinn verður sendur beint út á vef Alþingis og verða hljóð- og myndupptökur aðgengilegar að fundi loknum. Fundurinn verður einnig sendur út á sjónvarpsrás Alþingis og í ríkissjónvarpinu.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs, í síma 563 0500.