Tilkynningar

Starf á skrifstofu Alþingis við ræstingar

8.1.2015

Ræstitæknir

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir ræstingafólki. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma, vinnutími er kl. 8.00-16.00 eða 7.00-15.00.
Helstu verkefni og ábyrgðÞrif á skrifstofuhúsnæði Alþingis.

Hæfnikröfur

  • Reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg.
  • Gott auga fyrir hreinlæti og snyrtimennska.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Hæfileiki til að vinna með öðrum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir og umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:Þjónustulund. Fagmennska. Samvinna.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.01.2015

Nánari upplýsingar veitir

Jóna Brynja Tómasdóttir - jbt@althingi.is - 5630500

Smelltu hér til að sækja um starfið.