Tilkynningar

Fundur þingmannanefndar og ráðherra EFTA 23.-24. júní í Reykjavík

22.6.2010

Þingmannanefnd og ráðherrar EFTA koma saman til fundar í tengslum við 50 ára afmæli EFTA á Hótel Nordica í Reykjavík 23.-24. júní. 

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundinn Árni Þór Sigurðsson formaður, Valgerður Bjarnadóttir varaformaður, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Helstu mál fundarins eru m.a. samstarf EFTA við ríki utan EES á sviði fríverslunar og þróun og framkvæmd EES-samningsins. Jafnframt mun þingmannanefndin eiga fund með ráðgjafarnefnd EFTA þar sem m.a. verður sérstakri athygli beint að málefnum norðurslóða.