Tilkynningar

Opið hús hjá Alþingi 28. september

27.9.2002

Alþingishúsið og Skálinn verða opin almenningi laugardag 28. september frá kl. 10 árdegis til kl. 4 síðdegis. Inngangur verður um aðaldyr Skálans en gengið út um aðaldyr Alþingishússins. Tækifæri gefst til að skoða húsin og fá upplýsingar um Alþingi.

Í Skálanum er aðalinngangur í Alþingishúsið og í honum er margháttuð þjónusta fyrir þingmenn, starfsmenn Alþingis og gesti. Þar er matstofa, fundarherbergi fyrir þingmenn til að taka á móti gestum, fræðslustofa fyrir hópa sem vilja kynna sér starfsemi Alþingis og aðstaða fyrir fjölmiðlamenn, auk ýmissar annarrar starfsemi.

Aðalhönnuður Skálans er arkitektastofan Batteríið. Aðalverktakar voru ÓG Bygg ehf. og Íslenskir aðalverktakar. Húsgögn í Skálanum eru hönnuð af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. Listaverk eftir Hafdísi Helgadóttur og Ólöfu Nordal prýða neðri hæð Skálans.

Árlega er í Alþingishúsinu tekið á móti um 5.000 gestum sem vilja kynna sér starfsemi Alþingis. Flestir gestanna eru nemendur sem koma á vegum skólanna en einnig er nokkuð um að félagasamtök og vinnustaðahópar heimsæki þingið til að fræðast um það.