Tilkynningar

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2004

1.9.2004

Kristín Steinsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir hljóta Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins árið 2004 fyrir bókina Engill í Vesturbænum.
 

Tilnefnd verk voru:
Færeyjar: Loppugras (kvæðasafn) eftir Sólrúnu Michelsen, myndskreytt af Hanni Bjartalíð. Tónlistardiskur fylgir bókinni.

Grænland: Inuk sodavandillu akuukkat eftir Jokum Nielsen. Á íslensku nefnist bókin Inuk og eitraður gosdrykkur.

Ísland: Engill í Vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur, myndskreytt af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Á fundi dómnefndar Vestnorræna ráðsins í Kaupmannahöfn 17. júlí 2004 var bókin Engill í Vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur valin. Nefndin ákvað að verðlaunafénu, að fjárhæð 60.000 danskar krónur, skyldi skipt milli rithöfundarins og myndlistarmannsins.

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins voru fyrst afhent árið 2002 og eru veitt annað hvert ár. Tilnefnd verk frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum verða þýdd á öll vestnorrænu tungumálin, svo og á eitt skandinavískt mál.

Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu Alþingis, alþjóðasviði í síma 563 0737 og almannatengsladeild í síma 563 0621.