Tilkynningar

Konur heiðra Alþingi í tilefni 90 ára afmælis kosningarréttar kvenna

26.6.2005

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, veitti mánudaginn 27. júní viðtöku gjöf til Alþingis í minningu 90 ára afmælis kosningarréttar kvenna. Gjöfin er verk eftir listakonuna Kolbrúnu Björgólfsdóttur, Koggu, og nefnist Kvennakraftur. Það voru Femínistafélag Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennasögusafn Íslands, Kvennakirkjan, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi sem stóðu að gjöfinni til Alþingis.