Tilkynningar

Starfsmaður í ræstingu

24.9.2012

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir starfsmanni í ræstingu. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutíma, vinnutími er kl. 8.00-16.00 eða 7.00-15.00.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af vinnu við ræstingar æskileg.
  • Hreinlæti.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Hæfileiki til að vinna með öðrum.

Nánari upplýsingar veitir Jóna Brynja Tómasdóttir, ræstingastjóri, í síma 563-0791 og 848-5554 eða á netfanginu jbt@althingi.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á netfangið starfsmannahald@althingi.is fyrir 15. október næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Launakjör taka mið af kjarasamningi Eflingar og ríkis.

Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Gildi Skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.