Tilkynningar

Nýr ríkisendurskoðandi

2.5.2018

Nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson, tók til starfa í dag. Hann var einróma kosinn ríkisendurskoðandi á Alþingi þann 16. apríl síðastliðinn.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, heimsótti nýjan ríkisendurskoðanda á fyrsta starfsdegi hans. Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, lætur af störfum fyrir aldurs sakir.

Ríkisendurskoðandi er kosinn af Alþingi samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.

Nýr ríkisendurskoðandi ásamt forseta Alþingis og fráfarandi ríkisskattstjóra

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi og Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar.