Tilkynningar

Opinn fundur um skýrslu um fall sparisjóðanna - bein útsending

1.4.2016

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun halda opinn fund þriðjudaginn 5. apríl kl. 9.00 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Bein útsending verður frá fundinum

Gestir fundarins:

Kl. 9.00-09.45
Fulltrúar Seðlabanka Íslands: Harpa Jónsdóttir og Gerður Ísberg

Kl. 9.45-10.45
Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins: Ragnar Hafliðason, Björk Sigurgísladóttir og Guðmundur Jónsson.
Soffía E. Björgvinsdóttir, skipaður sérfræðingur af Fjármálaeftirlitinu til að hafa sértækt eftirlit með Sparisjóðnum í Keflavík.
Gunnar Haraldsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME ,(í síma).

Kl. 10.45-11.30
Guðlaugur Þ. Þórðarson, fyrrverandi settur fjármálaráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, 
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. 

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu og á vef Alþingis og sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis.