Tilkynningar

Starfsmaður á fjármálaskrifstofu

10.3.2016

Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða starfsmann á fjármálaskrifstofu. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinna við fjárhagsbókhald, bókun og afstemmingu.
Vinna við uppgjör ferða og annars kostnaðar þingmanna.
Umsjón með eignaskrá.
Önnur verkefni á fjármálaskrifstofu.

Hæfnikröfur

Menntun sem nýtist í starfi. Formleg bókhaldsmenntun er kostur.
Marktæk reynsla af færslu bókhalds er skilyrði og þekking á Navision er kostur.
Reynsla af almennum skrifstofustörfum er kostur.
Góð tölvu- og íslenskukunnátta og færni í helstu notendaforritum.
Frumkvæði og metnaður í starfi.
Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.

Frekari upplýsingar um starfið

Hlutverk fjármálaskrifstofu er umsjón með fjárhagsbókhaldi og fjárreiðum Alþingis, launabókhaldi þingmanna, ferðabókunum, uppgjöri á ferðakostnaði innan lands og utan. Greiðslu annars kostnaðar í tengslum við störf þingmanna og móttöku og greiðslu reikninga ásamt umsjón með eignaskrá. Skrifstofan veitir þingmönnum upplýsingar um starfskjör og önnur réttindamál.

Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni í fimm manna teymi undir stjórn forstöðumanns. Skrifstofa Alþingis er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi.

Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:
Þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.04.2016

Nánari upplýsingar veitir

Eggert Jónsson - eggertj@althingi.is - 5630500

Sækja um starf