Laus störf

Skrifstofa Alþingis, þingfundaskrifstofa, auglýsir eftir lögfræðingi eða stjórnmálafræðingi. 

Þingfundaskrifstofa annast fjölbreytt verkefni. Flest varða þau undirbúning og störf þingfunda. Í því felst m.a. gerð dagskrár þingfunda, skráning þingmála og þingskjala, upptaka og útsending umræðna á þingfundum, aðstoð við forseta Alþingis, umsjón með atkvæðagreiðslum, lagaskráning og loks úrlausn á lögfræðilegum álitaefnum tengdum þingsköpum og þinghaldinu. Þá annast skrifstofan einnig upplýsingaþjónustu við þingmenn á þingfundum (m.a. um þingmál og umræður) og útgáfu á vikulegu yfirliti yfir stöðu þingmála. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur þingfunda og umsjón með atkvæðagreiðslum. 
Umsjón með skráningu og útbýtingu þingmála og þingskjala.
Aðstoð við forseta Alþingis og þjónusta við þingmenn á þingfundum.
Úrlausn lögfræðilegra verkefna eða þátttaka í slíkri vinnu. 
Önnur verkefni.

Hæfnikröfur
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði eða meistarapróf í stjórnmálafræði með áherslu á störf þjóðþinga og stjórnmálaflokka.
Fullt vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Sjálfstæði, öguð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi.
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum, góð framkoma og rík þjónustulund.
Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.
Góð tungumálakunnátta, einkum í Norðurlandamálum og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Alþingis. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna.

Sótt er um störfin með rafrænum hætti og umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Nánari upplýsingar veitir Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður þingfundaskrifstofu, ingvarthor@althingi.is, í síma 563-0500. 

Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.08.2017

Smelltu hér til að sækja um starfið