Starfsmaður í mötuneyti Alþingis

Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni í fullt starf. Skrifstofa Alþingis er lifandi og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt og öruggt vinnuumhverfi. Í mötuneytinu starfa fjórir starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð

Matseld, bakstur og annar matarundirbúningur.
Undirbúningur og vinna við móttökur og fundi.
Matseðlagerð.
Uppþvottur og þrif.
Önnur verkefni í mötuneyti.

Hæfnikröfur

Menntun á sviði matartækni eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Marktæk reynsla af vinnu í mötuneyti eða í sambærilegu starfi.
Ástríða og góð kunnátta í matargerð og bakstri.
Þekking á grænmetisfæði kostur.
Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Snyrtimennska og stundvísi.

Frekari upplýsingar um starfið

Mötuneytið er í Skála Alþingis við Kirkjustræti. Þar borða að jafnaði 100-140 manns í hádegi. Einnig er útbúinn matur fyrir kvöldfundi Alþingis, aðra fundi og móttökur. Alþingi býður upp á fjölbreyttan og hollan mat sem eldaður er frá grunni og leggur áherslu á ferskt hráefni.


Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Alþingi er reyklaus vinnustaður.

Athugið að ráðið er í starfið frá 15. ágúst næstkomandi. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Gildi skrifstofu Alþingis eru:
Þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.05.2018

Nánari upplýsingar veitir
Svana Ingibergsdóttir - svanai@althingi.is - 563 0500

Smelltu hér til að sækja um starfið