Laus störf

Alþjóðaritari

Skrifstofa Alþingis auglýsir eftir sérfræðingi í alþjóðamálum í stöðu alþjóðaritara. Viðkomandi þarf að geta hafið störf nú þegar en staðan er tímabundin til 31. desember nk. Alþjóðaritarar starfa á nefndasviði Alþingis fyrir alþjóðanefndir þingsins. Starfið er krefjandi og því fylgja töluverð ferðalög. Gildi skrifstofu Alþingis eru þjónustulund, fagmennska og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg ráðgjöf á sviði alþjóðamála.
Umsjón með alþjóðanefndum.
Vinnsla verkefna er tengjast erlendu samstarfi.
Skipulag alþjóðlegra funda og ráðstefna hérlendis.
Gerð þingmála.
Önnur verkefni.

Hæfnikröfur
Meistarapróf á sviði alþjóðastjórnmála eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
Víðtæk þekking á alþjóðamálum.
Starfsreynsla á sviði alþjóðlegs samstarfs er æskileg.
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.
Geta til að vinna undir álagi.
Fullt vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Mjög gott vald á ensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Góð kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Um laun starfsmanna Alþingis gildir kjarasamningur milli forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um stöðuna. Alþingi er reyklaus vinnustaður. 
Sótt er um störfin með rafrænum hætti og umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.05.2017

Nánari upplýsingar veitir
Stígur Stefánsson - stigur@althingi.is - 563-0500
Hildur Eva Sigurðardóttir - hildureva@althingi.is - 563-0500

Smelltu hér til að sækja um starfið