Skrifstofustjóri Alþingis

Ragna_arnadottir_2Skrifstofustjóri stjórnar skrifstofu Alþingis, framkvæmdum á vegum þingsins og hefur umsjón með fjárreiðum þess og eignum í umboði forseta Alþingis. Skrifstofustjóri skipuleggur starfsemi skrifstofunnar og ræður annað starfsfólk Alþingis. Öll sex svið skrifstofunnar heyra beint undir skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri situr fundi forsætisnefndar og er forseta og nefndinni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þingsins.

Aðsetur skrifstofustjóra er á 2. hæð Alþingishússins og á 2. hæð Smiðju, Tjarnargötu 9. Nánar er kveðið á um hlutverk og ábyrgð skrifstofustjóra í þingsköpum Alþingis.

Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis frá 1. september 2019.

Yfirlit yfir skrifstofustjóra Alþingis