Skriftstofustjóri Alþingis

Í 9. gr. þingskapa segir að forseti Alþingis hafi „æðsta vald í stjórnsýslu þess“. Skrifstofa Alþingis heyrir því undir hann en skrifstofustjóri Alþingis stjórnar henni í umboði forseta. Skrifstofustjóri er ráðinn af forsætisHelgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingisnefnd og hann annast ráðningu annarra starfsmanna skrifstofunnar.

Aðsetur skrifstofustjóra er á 2. hæð Alþingishússins og í Skjaldbreið (Kirkjustræti 8).

Skrifstofustjóra til aðstoðar eru þrír aðstoðarskrifstofustjórar (rekstur, stjórnsýsla, þingstörf) sem ásamt honum mynda yfirstjórn skrifstofunnar. Aðstoðarskrifstofustjóri sem hefur umsjón með almennum rekstri þingsins er jafnframt staðgengill skrifstofustjóra.

Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis frá 20. janúar 2005.