Upplýsinga- og útgáfusvið

Verkefni upplýsinga- og útgáfusviðs eru þríþætt: Útgáfustarfsemi, upplýsinga- og rannsóknaþjónusta og almannatengsl.

Umfangsmesti þátturinn í útgáfustarfi sviðsins er útgáfa þingræðna, á vef Alþingis og í Alþingistíðindum (B-hluta). Þá annast sviðið útgáfu ýmiss konar kynningar- og fræðsluefnis og smárita og hefur umsjón með innskönnun eldri Alþingistíðinda á vefinn. Þá hefur sviðið umsjón með æviferilsskrám þingmanna og myndasafni þingsins.

Á vegum sviðsins er rekin upplýsinga- og rannsóknaþjónusta sem sinnir margháttaðri gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn og starfsmenn skrifstofu Alþingis. Sviðið annast rekstur bókasafns Alþingis.

Almannatengslastarf sviðsins felur m.a. í sér umsjón með vef Alþingis, rekstur Skólaþings, móttöku almennings og skólanemenda og upplýsingagjöf til almennings.

Starfsmenn upplýsinga- og útgáfusviðs hafa aðsetur í Skjaldbreið, Kirkjustræti 8, í Skúlahúsi, Kirkjustræti 4, og á Ólafsfirði (skönnun þingtíðinda í fjarvinnslu).


Starfsmenn upplýsinga- og útgáfusviðs

Nafn Netfang Símanúmer
Solveig K. Jónsdóttir, forstöðumaður 56 30 500
Berglind Steinsdóttir, deildarstjóri 56 30 500
Hildur Gróa Gunnarsdóttir, deildarstjóri og ritstjóri 56 30 500
Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri 56 30 500
Axel Viðar Egilsson, sérfræðingur 56 30 500
Birgitta Bragadóttir, ræðulesari 56 30 500
Díana Rós A. Rivera, ræðulesari 56 30 500
Guðný Ágústsdóttir, fjarvinnsluritari 56 30 500
Laufey Einarsdóttir, ræðulesari 56 30 500
María Gréta Guðjónsdóttir, ritstjóri 56 30 500
Sigríður Guðmundsdóttir, fjarvinnsluritari 56 30 500
Sigríður H. Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi 56 30 500
Sigurlín Hermannsdóttir, ritstjóri 56 30 500
Steinunn Haraldsdóttir, ræðulesari 56 30 500
Svanhildur Edda Þórðardóttir, ræðulesari 56 30 500
Viggó Gíslason, bókasafns- og upplýsingafræðingur 56 30 500