Yfirstjórn

Skrifstofustjóra Alþingis til aðstoðar eru þrír aðstoðarskrifstofustjórar (rekstur, stjórnsýsla, þingstörf) sem ásamt honum mynda yfirstjórn skrifstofunnar.

Aðstoðarskrifstofustjóri sem hefur umsjón með almennum rekstri þingsins er jafnframt staðgengill skrifstofustjóra. Hann hefur umsjón með fjármálum, framkvæmdum, upplýsingatæknimálum og starfsmannamálum. Aðsetur hans er á 2. hæð Kristjánshúss (Kirkjustræti 10).

Aðstoðarskrifstofustjóri sem annast skipulag þingstarfanna hefur umsjón með þing- og nefndafundum, afgreiðsla þingmála og fundum þingflokksformanna.* 

Aðstoðarskrifstofustjóri sem hefur með almenna stjórnsýslu skrifstofunnar að gera hefur umsjón með þjónustu við forseta, fundum forsætisnefndar, alþjóðasamstarfi Alþingis ásamt upplýsinga- og útgáfumálum þingsins. Hann hefur aðsetur á 3. hæð Blöndahlshúss (Kirkjustræti 8b).

*Frá  1. desember 2016 sinnir Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður þingfundaskrifstofu, þeim störfum sem Vigdís Jónsdóttir aðstoðarskrifstofustjóri hefur sinnt í tengslum við þingfundina (gerð dagskrár, fundum þingflokksformanna og fleiru). Hann hefur aðsetur á 2. hæð Alþingishússins.


Yfirstjórn skrifstofu Alþingis

Nafn Netfang Símanúmer
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri 563 0500
Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri rekstur 563 0500
Vigdís Jónsdóttir, aðstoðarskrifstofustjóri þingstörf 563 0500
Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri stjórnsýsla 563 0500