Fundarherbergi forsætisnefndar

1. gr.

Forseti og forsætisnefnd Alþingis hafa forgang að fundarherberginu.

2. gr.

Að frágengum forgangi forseta og forsætisnefndar er eftirtöldum heimilt að hafa afnot af herbergi forsætisnefndar til funda er varða málefni Alþingis í þeirri forgangsröð sem hér er tilgreind:

  1. Ráðherrar.
  2. Formenn stjórnmálaflokka, þingflokka og þingnefnda.
  3. Kjördæmahópar þingmanna.
  4. Forstöðumenn á skrifstofu Alþingis.

3. gr.

Afnotaréttur af fundarherginu, sbr. 2. gr., felur í sér heimild til að funda þar með utanþingsfólki, þ.á m. erlendum gestum og fulltrúum fjölmiðla.

4. gr.

Beiðni um afnot af fundarherberginu skal komið á framfæri við þingverði í vaktstöð í Skála sem sjá um að bóka slíkar beiðnir

5. gr.

Umsjón með framkvæmd þessara reglna er á hendi deildarstjóra þingvörslu.

(Samkvæmt ákvörðun skrifstofustjóra Alþingis 13. maí 2014.)