Vinnureglur um sérstakar umræður

1.

Þingmaður, sem óskar eftir sérstakri umræðu, fyllir út eyðublað á vef þingsins. Þar komi fram eftirfarandi:

Heiti umræðunnar.
Til hvaða ráðherra umræðunni er beint.
Afmörkun umræðunnar.
Helstu spurningar sem þingmaðurinn hyggst beina til ráðherrans.

Þingflokksformaður, eða framkvæmdastjóri þingflokksins, getur einnig fyllt úr beiðni um sérstakar umræður á vef þingsins fyrir hönd og eftir ósk þingmanns.

2.

Þegar forseta Alþingis berst beiðni um sérstaka umræðu tekur hann afstöðu til þess hvort beiðnin skuli leyfð og í samráði við þingflokksformenn, þingmanninn og ráðherra hvenær hún skuli sett á dagskrá. Á vef þingsins, við hlekk undir þingfundir, má sjá lista yfir fyrirhugaðar sérstakar umræður, og nánari tímasetningar eftir því sem við á.

3.

Þegar fyrir liggur hvenær umræðan fer fram er þingmönnum, svo og starfsmönnum þingflokka, sendur tölvupóstur með upplýsingum um dag, tíma og annað sem kann að skipta máli.

4.

Sérstök umræða er sett á dagskrá þingfundar. Tilgreint er á dagskrá hvenær umræða hefst.
Sýnishorn: Skuldastaða heimilanna, sérstök umræða kl. 3. (NN; fjmrh.)

5.

Beiðni um sérstakar umræður, sem ekki hefur verið sett á dagskrá innan tveggja vikna frá því að forseti tók afstöðu til beiðninnar, fellur brott. Skrifstofan tilkynnir þingmanninum um það. Sé beiðnin endurnýjuð skal það gert á sama hátt og í 1. lið.

6.

Hver þingmaður getur hverju sinni einungis átt eina beiðni á lista um fyrirhugaðar sérstakar umræður.

7.

Við þingfrestun falla allar beiðnir um sérstakar umræður niður. Ekki er tekið við beiðnum fyrr en að lokinni þingsetningu eða þegar þing kemur saman aftur eftir þingfrestun eða venjubundin hlé (t.d. páskahlé), samkvæmt nánari ákvörðun forseta.

8.

Ekki má leggja fram beiðni um sérstakar umræður um málefni sem þegar liggja fyrir þinginu sem tillögur eða frumvörp nema sérstaka ástæður séu fyrir hendi. Forseti sker úr um það atriði.

(Kynnt á fundi forsætisnefndar 27. september 2011.)