Upplýsingaþjónusta og bókasafn

Upplýsinga- og rannsóknaþjónusta

Upplýsinga- og rannsóknaþjónusta fyrir alþingismenn og starfsfólk þingsins starfar samkvæmt reglum forsætisnefndar. Hlutverk upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis er að veita alþingismönnum, starfsfólki þingflokka og skrifstofu Alþingis hlutlausa upplýsinga- og rannsóknaþjónustu og greiðan aðgang að upplýsingum sem þörf er á vegna þingstarfa. Starfsfólk er bundið trúnaði við fyrirspyrjanda.

Aflað er gagna úr innlendum og erlendum upplýsingaveitum og bókasafni Alþingis. Samdar eru stuttar úttektir eða minnisblöð um mál er varða þingstörfin, samkvæmt óskum þingmanna, starfsfólks eða að eigin frumkvæði. Einnig semur starfsfólk samantektir um þingmál og veitir fræðslu og aðstoð við öflun upplýsinga á netinu og leit á vef Alþingis. Efni á netinu er safnað í valin vefföng á vef Alþingis.

Upplýsingaþjónustan er í Skúlahúsi, Kirkjustræti 4. Þar starfa bókasafns- og upplýsingafræðingar sem flestir hafa einnig framhaldsmenntun, t.d. í alþjóðasamskiptum, stjórnmálafræði, hagfræði og sagnfræði.


Upplýsingavakt er kl. 9–17 virka daga og til kl. 19 þegar þingfundir standa, sími 5630 630, netfang upplysing@althingi.is.

 

Bókasafn

Bókasafn Alþingis er í Skúlahúsi. Efni safnsins er skráð í bókasafnskerfið Gegni, landskerfi bókasafna. Starfsfólk upplýsingaþjónustu Alþingis annast afgreiðslu á efni bókasafnsins og millisafnalán. Bækur eru eingöngu lánaðar þingmönnum, starfsfólki þingsins og í millisafnalánum til annarra bókasafna.

Afgreiðslutími safnsins er samkvæmt samkomulagi. Frekari upplýsingar fást í síma 5630 630 eða með því að senda fyrirspurnir í tölvupósti til upplysing@althingi.is.