Tilkynningar

15.4.2024 : Breytingar á starfsáætlun

Forseti Alþingis hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að þingfundir verði fimmtudaginn 18. apríl og föstudaginn 19. apríl en samkvæmt starfsáætlun áttu báðir dagarnir að vera nefndadagar.

Lesa meira

12.4.2024 : Græn umskipti og framtíðaráskoranir til ársins 2040 á vinnufundi framtíðarnefndar

P1012451Fjöldi sérfræðinga og hagaðila kom á vinnufund framtíðarnefndar Alþingis í dag um græn umskipti og framtíðaráskoranir til ársins 2040. Þar var unnið að uppfærslu og dýpkun á fyrri sviðsmyndum sem Framtíðarsetur Íslands vann fyrir framtíðarnefnd á síðasta ári.

Lesa meira

12.4.2024 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Hanna Katrín Friðriksson, Eyjólfur Ármannsson og Eva Dögg Davíðsdóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 15. apríl. Þá víkja varamenn þeirra, María Rut Kristinsdóttir, Sigurjón Þórðarson og René Biasone, af þingi. Indriði Ingi Stefánsson tekur sæti á Alþingi sama dag sem varamaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Katrín Sif Árnadóttir tekur sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Jakob Frímann Magnússon þriðjudaginn 16. apríl.

Lesa meira

12.4.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 15. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá mánudaginn 15. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

12.4.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 17. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá miðvikudaginn 17. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og matvælaráðherra.

Lesa meira

9.4.2024 : Þingfundur fellur niður

Fyrirhugaður þingfundur 9. apríl fellur niður.

Lesa meira

8.4.2024 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd fimmtudaginn 11. apríl

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 11. apríl í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Smiðju og hefst hann kl. 8:30. Fundarefnið er skýrsla fjármálastöðugleikanefndar til Alþingis fyrir árið 2023.

Lesa meira

5.4.2024 : Varamenn taka sæti

María Rut Kristinsdóttir, Sigurjón Þórðarson og René Biasone taka sæti á Alþingi mánudaginn 8. apríl sem varamenn fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, Eyjólf Ármannsson og Evu Dögg Davíðsdóttir. Eva Dögg hlýtur jafnframt fast sæti á Alþingi í stað Katrínar Jakobsdóttur sem hefur afsalað sér þingmennsku.

Lesa meira

5.4.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 11. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 11. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra. 

Lesa meira

5.4.2024 : Útbýting utan þingfunda föstudaginn 5. apríl 2024

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 5. apríl kl. 12:20

Lesa meira

27.3.2024 : Útbýting utan þingfunda miðvikudaginn 27. mars 2024

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 27. mars kl. 14:00

Lesa meira

22.3.2024 : Aðalmenn taka sæti

Líneik Anna Sævarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ármannsson taka sæti á ný á Alþingi laugardaginn 23. mars. Víkja þá varaþingmenn þeirra, Halldóra K. Hauksdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Kristinn Rúnar Tryggvason, Rafn Helgason og Sigurjón Þórðarson af þingi.

Lesa meira

22.3.2024 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2024–2025

JónshúsÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá 21. ágúst 2024 til 19. ágúst 2025. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um fræðimannsíbúðir er að finna á vef Jónshúss.

Lesa meira

18.3.2024 : Sérstök umræða um úrgangsmál og hringrásarhagkerfið

BryndisHaralds_GudlaugurThorSérstök umræða um úrgangsmál og hringrásarhagkerfið verður mánudaginn 18. mars um kl. 15:45. Málshefjandi er Bryndís Haraldsdóttir og til andsvara verður umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

15.3.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 18. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá mánudaginn 18. mars kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, utanríkisráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

15.3.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 21. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá fimmtudaginn 21. mars kl. 10:30. Þá verða til svara innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

15.3.2024 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekur sæti á ný á Alþingi föstudaginn 15. mars og víkur þá varamaður hennar Eva Sjöfn Helgadóttir af þingi. Bergþór Ólason, Ásmundur Einar Daðason og Jódís Skúladóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 18. mars og víkja þá varamenn þeirra, Hákon Hermannsson, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Kári Gautason. 

Lesa meira

13.3.2024 : Nefndadagar 13. og 14. mars 2024

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars.

Lesa meira

11.3.2024 : Sérstök umræða um rafeldsneytisframleiðslu þriðjudaginn 12. mars

Lineik_GudlaugurThorSérstök umræða verður um rafeldsneytisframleiðslu þriðjudaginn 12. mars um kl. 14. Málshefjandi er Líneik Anna Sævarsdóttir og til andsvara verður umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

11.3.2024 : Sendinefnd úkraínskra þingmanna í heimsókn á Íslandi

Heimsokn-sendinefndar-ukrainskra-thingmanna-20240311_1Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Í heimsókn í Alþingi í morgun sýndi Birgir Ármannson gestum þingsalinn og á fundi þeirra ítrekaði hann stuðning Íslands og Alþingis við Úkraínu og fordæmdi harðlega ólöglegt innrásarstríð Rússlands sem nú hefur staðið í rúm tvö ár.

Lesa meira

8.3.2024 : Sérstök umræða um fíknisjúkdóminn mánudaginn 11. mars

IngaSaeland_WillumThorSérstök umræða verður um fíknisjúkdóminn mánudaginn 11. mars um kl. 15:45. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

8.3.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra mánudaginn 11. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá mánudaginn 11. mars um kl 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

8.3.2024 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 11. mars. Þá víkur varaþingmaður hennar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir af þingi. Jafnframt taka Brynja Dan Gunnarsdóttir, Kári Gautason og Hákon Hermannsson sæti á Alþingi sem varamenn fyrir Ásmund Einar Daðason, Jódísi Skúladóttur og Bergþór Ólason mánudaginn 11. mars.

Lesa meira

6.3.2024 : Sérstök umræða um samkeppni og neytendavernd fimmtudaginn 7. mars

OddnyG_LiljaAlfredsSérstök umræða um samkeppni og neytendavernd verður um kl. 11 fimmtudaginn 7. mars. Málshefjandi er Oddný G. Harðardóttir og til andsvara verður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

4.3.2024 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Jódís Skúladóttir tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 4. mars og víkur þá varamaður hennar, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, af þingi. Þá taka Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Eva Sjöfn Helgadóttir sæti sem varamenn fyrir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

1.3.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá mánudaginn 4. mars kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

1.3.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá fimmtudaginn 7. mars kl. 10:30. Þá verða til svara utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

1.3.2024 : Ný útgáfa lagasafnsins

Ný útgáfa lagasafnsins (154a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 29. febrúar 2024.

Lesa meira

28.2.2024 : Ný umsagnagátt Alþingis tekin í notkun

Ný gátt fyrir umsagnir um þingmál var tekin í notkun í dag, 28. febrúar 2024. Umsagnagáttinni er ætlað að einfalda ferlið fyrir þau sem vilja senda inn umsagnir um þingmál sem eru í umfjöllun fastanefnda, tryggja betur öryggi gagna og rekjanleika auk þess sem birting verður skilvirkari.

Lesa meira

26.2.2024 : Alþingismenn hitta kjósendur á kjördæmadögum

Kjördæmadagar eru 26.–29. febrúar og eru því engir þingfundir á Alþingi þessa vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Lesa meira

26.2.2024 : Aðalmenn og varamaður taka sæti

Andrés Ingi Jónsson, Dagbjört Hákonardóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 26. febrúar. Þá víkja varamenn þeirra, Valgerður Árnadóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon og Friðrik Már Sigurðsson af þingi. Þá tekur Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Jódísi Skúladóttur og víkur þá Kári Gautason af þingi. 

Lesa meira

23.2.2024 : Netkönnun: Framtíðarsýn fyrir vef Alþingis

Vakin er athygli á könnun sem sett hefur verið upp á vef Alþingis og eru notendur vefsins hvattir til að taka þátt. Það tekur aðeins um fimm mínútur að svara könnuninni.

Lesa meira

21.2.2024 : Útbýting utan þingfunda miðvikudaginn 21. febrúar 2024

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 21. febrúar kl. 23:30

Lesa meira

21.2.2024 : Sérstök umræða um gjaldtöku á friðlýstum svæðum fimmtudaginn 22. febrúar

OrriPall_GudlaugurThorSérstök umræða um gjaldtöku á friðlýstum svæðum verður á dagskrá fimmtudaginn 22. febrúar um kl. 11:00. Málshefjandi er Orri Páll Jóhannsson og til andsvara verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

19.2.2024 : Varamenn taka sæti

Valgerður Árnadóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon og Friðrik Már Sigurðsson taka sæti á Alþingi mánudaginn 19. febrúar sem varaþingmenn fyrir Andrés Inga Jónsson, Dagbjörtu Hákonardóttur og Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.

Lesa meira

16.2.2024 : Útbýting utan þingfunda föstudaginn 16. febrúar 2024

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 16. febrúar kl. 16:00:

Lesa meira

16.2.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 22. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá fimmtudaginn 22. febrúar kl. 10:30. Þá verða til svara utanríkisráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. 

Lesa meira

16.2.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 19. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá mánudaginn 19. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

15.2.2024 : Aðalmaður tekur sæti

Jóhann Páll Jóhannsson tekur sæti á Alþingi á ný föstudaginn 16. febrúar. Þá víkur varamaður hans Magnús Árni Skjöld Magnússon af þingi. 

Lesa meira

15.2.2024 : Þingfundur eftir hádegi fimmtudaginn 15. febrúar

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis var fimmtudagurinn 15. febrúar nefndadagur. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að halda þingfund eftir hádegi og hefst hann klukkan 13:30. Nefndir munu funda fyrir hádegi.

Lesa meira

14.2.2024 : Útbýting utan þingfunda miðvikudaginn 14. febrúar 2024

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 14. febrúar kl. 17:25

Lesa meira

14.2.2024 : Önnur málstofa framtíðarnefndar Alþingis um gervigreind og lýðræði 16. febrúar

Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind er viðfangsefni annarrar málstofu í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir föstudaginn 16. febrúar.

Lesa meira

13.2.2024 : Nefndadagar 14. og 15. febrúar 2024

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis miðvikudaginn 14. febrúar og fimmtudaginn 15. febrúar.

Lesa meira

9.2.2024 : Útbýting utan þingfunda föstudaginn 9. febrúar

Þingskjölum var útbýtt utan þingfunda föstudaginn 9. febrúar kl. 16:20:

Lesa meira

9.2.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 12. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 12. febrúar kl. 15:00.

Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

9.2.2024 : Aðalmenn taka sæti

Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Teitur Björn Einarsson, og Þórunn Sveinbjarnardóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 12. febrúar. Þá víkja varamenn þeirra, Sigþrúður Ármann, Inger Erla Thomsen, Guðrún Sigríður Ágústsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson, af þingi. 

Lesa meira

8.2.2024 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd þriðjudaginn 13. febrúar

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 13. febrúar í Smiðju, Tjarnargötu 9, og hefst hann kl. 9:10. Fundarefnið er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir seinni hluta ársins 2023.

Lesa meira

7.2.2024 : Laust starf sérfræðings á mannauðs- og þróunarsviði

  • Alþingishúsið

AlþingishúsiðSkrifstofa Alþingis leitar að skipulögðum og vandvirkum sérfræðingi til starfa á mannauðs- og þróunarsviði. Í starfinu felst m.a. umsjón með launabókhaldi auk fjölbreyttra verkefna á sviði mannauðs-, skjala- og gæðamála.

Lesa meira

6.2.2024 : Sérstök umræða um fáliðaða lögreglu miðvikudaginn 7. febrúar

ThorbjorgSigridur_GudrunHafsteinsSérstök umræða um fáliðaða lögreglu verður á dagskrá miðvikudaginn 7. febrúar um kl. 15:30.

Málshefjandi er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og til andsvara verður dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir. 

Lesa meira

2.2.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 5. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða mánudaginn 5. febrúar kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

2.2.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 8. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða fimmtudaginn 8. febrúar kl 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Lesa meira

2.2.2024 : Varamenn taka sæti

Inger Erla Thomsen tekur sæti á Alþingi mánudaginn 5. febrúar sem varaþingmaður fyrir Oddnýju Harðardóttur, Guðmundur Andri Thorsson tekur sæti fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur, Sigþrúður Ármann fyrir Bryndísi Haraldsdóttur og Guðrún Sigríður Ágústsdóttir fyrir Teit Björn Einarsson. Ennfremur tekur Kári Gautason sæti fyrir Jódísi Skúladóttur og víkur þá Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir af þingi.

Lesa meira

2.2.2024 : Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands mánudaginn 5. febrúar

Gisli_KatrinSérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands verður mánudaginn 5. febrúar um kl. 15:45. Málshefjandi er Gísli Rafn Ólafsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

1.2.2024 : Umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda 1. febrúar 2024

Umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda eru á dagskrá þingfundar í dag en Alþingi á aðild að átta alþjóðlegum þingmannasamtökum. Skýrslurnar má nálgast hér á vefnum og fylgjast með útsendingu frá umræðunum.

Lesa meira

26.1.2024 : Útbýting utan þingfunda föstudaginn 26. janúar 2024

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 26. janúar kl. 15:00

Lesa meira

26.1.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 30. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða þriðjudaginn 30. janúar kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra. 

Lesa meira

26.1.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 1. febrúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða fimmtudaginn 1. febrúar kl 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, utanríkisráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

25.1.2024 : Varamaður tekur sæti

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Jódísi Skúladóttur.

Lesa meira

24.1.2024 : Breytingar á starfsáætlun

Forsætisnefnd hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á starfsáætlun Alþingis vegna forsetakosninganna 1. júní nk. og tilkynnti forseti Alþingis um breytingarnar á þingfundi 22. janúar.

Lesa meira

24.1.2024 : Sérstök umræða um útvistun heilbrigðisþjónustu fimmtudaginn 25. janúar

SteinunnThora_WillumThorSérstök umræða um útvistun heilbrigðisþjónustu verður fimmtudaginn 25. janúar um kl. 11. Málshefjandi er Steinunn Þóra Árnadóttir og til andsvara verður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

24.1.2024 : Útbýting utan þingfunda miðvikudaginn 24. janúar 2024

Þingskjölum var útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 24. janúar kl. 13:10

Lesa meira

24.1.2024 : Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd miðvikudaginn 31. janúar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 31. janúar í nýju húsnæði Alþingis, Smiðju, Tjarnargötu 9 og hefst hann kl. 9:15. Fundarefnið er upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Lesa meira

23.1.2024 : Varamaður tekur sæti

Brynhildur Björnsdóttir tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Svandísi Svavarsdóttur. 

Lesa meira

22.1.2024 : Sérstök umræða um orkumál þriðjudaginn 23. janúar

IngibjorgIsaksen_GudlaugurThor_nySérstök umræða um orkumál verður þriðjudaginn 23. janúar um kl. 14:00. Málshefjandi er Ingibjörg Isaksen og til andsvara verður umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson.

Lesa meira

22.1.2024 : Endurskoðuð þingmálaskrá á vetrar- og vorþingi 2024

Endurskoðuð áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi hefur verið afhent forseta Alþingis, í samræmi við 2. mgr. 47. gr. þingskapa.

Lesa meira

19.1.2024 : Varamaður tekur sæti

Magnús Árni Skjöld Magnússon tekur sæti á Alþingi mánudaginn 22. janúar sem varamaður fyrir Jóhann Pál Jóhannsson.

Lesa meira

19.1.2024 : Þingfundir hefjast 22. janúar 2024

Alþingi kemur aftur saman að loknu jólahléi mánudaginn 22. janúar. 

Lesa meira

19.1.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 25. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 25. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra. 

Lesa meira

19.1.2024 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 22. janúar

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 22. janúar. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

11.1.2024 : Alþingi kemur saman 22. janúar 2024

Alþingi kemur aftur saman að loknu jólahléi mánudaginn 22. janúar. Vikuna áður verða nefndadagar, frá mánudeginum 15. til fimmtudagsins 18. janúar.

Lesa meira

4.1.2024 : Nefndadagar frá mánudeginum 15. janúar til fimmtudagsins 18. janúar

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis frá mánudeginum 15. janúar til fimmtudagsins 18. janúar.

Lesa meira

19.12.2023 : Tölfræði 154. löggjafarþings, fram að jólahléi

Þingfundum 154. löggjafarþings var frestað 16. desember 2023. Þingið var að störfum frá 12. september til 16. desember 2023. Þingfundir voru samtals 55 og stóðu í rúmar 247 klst. Meðallengd þingfunda var 4 klst. og 24 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 12 klst. og 7 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2024 en hún stóð samtals í 35 klst. og 43 mín. Þingfundadagar voru alls 46.

Lesa meira

18.12.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók sæti á ný á Alþingi sunnudaginn 17. desember. Þá vék varamaður hennar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir af þingi.

Lesa meira

18.12.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Berglind Ósk Guðmundsdóttir tók sæti á ný á Alþingi laugardaginn 16. desember. Þá vék varamaður hennar, Berglind Harpa Svavarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

16.12.2023 : Hlé á þingfundum til 22. janúar 2024

Bjalla-og-hamar_1702974837359Fundum Alþingis hefur verið frestað til 22. janúar 2024. Yfirlit um stöðu mála á yfirstandandi þingi, 154. löggjafarþingi, sem hófst 12. september 2022.

Lesa meira

14.12.2023 : Útbýting utan þingfunda fimmtudaginn 14. desember

Þingskjölum var útbýtt utan þingfunda fimmtudaginn 14. desember kl. 22:30:

Lesa meira

14.12.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekur sæti á ný á Alþingi fimmtudaginn 14. desember. Víkur þá varamaður hennar, Greta Ósk Óskarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

14.12.2023 : Starfsáætlun tekin úr sambandi

Forseti tilkynnti við upphaf þingfundar í gær að starfsáætlun yrði tekin úr sambandi frá og með deginum í gær. Í því felst að reglulegir þingfundatímar raskast, sem og fundatími nefnda, auk þess sem þingfundadögum getur fjölgað ef þörf er á til að ljúka afgreiðslu mála fyrir frestun þingfunda og jólahlé.

Lesa meira

13.12.2023 : Útbýting utan þingfunda miðvikudaginn 13. desember 2023

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 13. desember kl. 22:10

Lesa meira

13.12.2023 : Varamaður tekur sæti

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir tekur sæti á Alþingi miðvikudaginn 13. desember sem varamaður fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Lesa meira

11.12.2023 : Útbýting utan þingfunda mánudaginn 11. desember

Þingskjölum var útbýtt utan þingfunda mánudaginn 11. desember kl. 20:40:

Lesa meira

11.12.2023 : Aðalmenn taka sæti

Halldóra Mogensen og Andrés Ingi Jónsson taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 11. desember. Þá víkja varamenn þeirra, Lenya Rún Taha Karim og Valgerður Árnadóttir, af þingi. 

Lesa meira

8.12.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 14. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða fimmtudaginn 14. desember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

8.12.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 11. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða mánudaginn 11. desember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Lesa meira

7.12.2023 : Breyting á starfsáætlun

Á þingfundi í dag tilkynnti forseti Alþingis um breytingar á starfsáætlun. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis var föstudagurinn 8. desember nefndadagur. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að halda þingfund og hefst hann klukkan 12:30.

Lesa meira

7.12.2023 : Aðalmenn taka sæti

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Jódís Skúladóttir taka sæti á Alþingi á ný föstudaginn 8. desember. Þá víkja varamenn þeirra, Guðmundur Andri Thorsson og Kári Gautason, af þingi. 

Lesa meira

7.12.2023 : Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags haldinn í Alþingishúsinu

Aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Alþingishúsinu, fundarsal Alþingis, fimmtudaginn 7. desember 2023. Félagið er eina félagið sem heldur aðalfund sinn í sal Alþingis og helgast það af sögu þess og tilgangi. Félagið var stofnað af alþingismönnum 19. ágúst 1871. Í lögum félagsins er það ákvæði að aðalfundir þess skuli haldnir á Alþingi annað hvert ár.

Lesa meira

1.12.2023 : Útbýting utan þingfunda föstudaginn 1. desember 2023

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 1. desember kl. 15:20

Lesa meira

1.12.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 7. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 7. desember kl 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

1.12.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 4. desember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 4. desember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra. 

Lesa meira

1.12.2023 : Smiðja er nafn nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis

Smidja-vinningshafiNý skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið nafnið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu.

Lesa meira

1.12.2023 : Varamenn taka sæti

Lenya Rún Taha Karim og Valgerður Árnadóttir taka sæti á Alþingi mánudaginn 4. desember sem varaþingmenn fyrir Halldóru Mogensen og Andrés Inga Jónsson. Greta Ósk Óskarsdóttir tekur sæti sem varaþingmaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og víkur þá Eva Sjöfn Helgadóttir af þingi. 

Lesa meira

30.11.2023 : Varamenn taka sæti

Kári Gautason og Guðmundur Andri Thorsson taka sæti á Alþingi föstudaginn 1. desember sem varaþingmenn fyrir Jódísi Skúladóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Lesa meira

29.11.2023 : Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd fimmtudaginn 30. nóvember

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 30. nóvember í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og hefst hann kl. 9:10. Fundarefnið er staða íslenskrar tungu.

Lesa meira

29.11.2023 : Útbýting utan þingfunda

Þingskjali útbýtt utan þingfunda miðvikudaginn 29. nóvember kl. 10:50

Lesa meira

28.11.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 29. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 29. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Lesa meira

28.11.2023 : Fyrsta málstofa framtíðarnefndar Alþingis um gervigreind og lýðræði 1. desember

Throun-og-framtid-malstofa-1Þróun og framtíð gervigreindar er viðfangsefni fyrstu málstofunnar í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir. Fyrsta málstofan verður föstudaginn 1. desember og stendur fundaröðin fram eftir næsta ári.

Lesa meira

27.11.2023 : Breyting á starfsáætlun og fundatafla nefndadags 30. nóvember

Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að gera breytingu á starfsáætlun Alþingis. Samkvæmt starfsáætlun er miðvikudagurinn 29. nóvember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þann dag og hefst hann klukkan 15:00. Nefndir munu funda fyrir þingfund þennan dag.

Lesa meira

27.11.2023 : Sérstök umræða um vopnaburð lögreglu þriðjudaginn 28. nóvember

ArndisAnna_GudrunHafsteinsSérstök umræða um vopnaburð lögreglu verður þriðjudaginn 28. nóvember um kl. 14.

Málshefjandi er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og til andsvara verður dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir.

Lesa meira

24.11.2023 : Útbýting utan þingfunda föstudaginn 24. nóvember

Þingskjölum var útbýtt utan þingfunda föstudaginn 24. nóvember kl. 17:40:

Lesa meira

24.11.2023 : Aðalmaður og varamaður taka sæti

Jóhann Páll Jóhannsson tekur sæti á ný á Alþingi laugardaginn 25. nóvember. Þá víkur varamaður hans, Magnús Árni Skjöld Magnússon, af þingi. Þá tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti á Alþingi sem varaþingmaður mánudaginn 27. nóvember fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur

Lesa meira

24.11.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 27. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 27. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara innviðaráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

24.11.2023 : Sérstök umræða um riðu mánudaginn 27. nóvember

TeiturBjorn_SvandisSvavarsSérstök umræða verður mánudaginn 27. nóvember kl. 15:45 um riðu.

Málshefjandi er Teitur Björn Einarsson og til andsvara verður matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

23.11.2023 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar 2024

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð fyrir árið 2024. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 56 gildar umsóknir.

Lesa meira

22.11.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Dagbjört Hákonardóttir tekur sæti á ný á Alþingi fimmtudaginn 23. nóvember. Þá víkur varamaður hennar, Ragna Sigurðardóttir, af þingi.

Lesa meira

22.11.2023 : Sérstök umræða fimmtudaginn 23. nóvember um stöðu Landhelgisgæslunnar

KristrunFrosta_GudrunHafsteins

Sérstök umræða verður fimmtudaginn 23. nóvember kl. 11 um stöðu Landhelgisgæslunnar.

Málshefjandi er Kristrún Frostadóttir og til andsvara verður dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir.

Lesa meira

21.11.2023 : Nefndadagur föstudaginn 24. nóvember

Nefndadagur verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis föstudaginn 24. nóvember. 

Lesa meira

17.11.2023 : Útbýting utan þingfunda föstudaginn 17. nóvember 2023

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 17. nóvember kl. 16:00:

Lesa meira

17.11.2023 : Sérstök umræða mánudaginn 20. október um afleiðingar hárra vaxta fyrir heimilin í landinu

ThorbjorgSigridur_ThordisKolbrun

Sérstök umræða verður mánudaginn 20. október um kl. 15:45. Málefnið er afleiðingar hárra vaxta fyrir heimilin í landinu. 

Málshefjandi er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

17.11.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 23. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 23. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

17.11.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 20. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 20. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra. 

Lesa meira

16.11.2023 : Aðalmenn taka sæti

Vilhjálmur Árnason, Hanna Katrín Friðriksson og Björn Leví Gunnarsson taka sæti á ný á Alþingi laugardaginn 18. nóvember. Þá víkja varamenn þeirra, Björgvin Jóhannesson, Daði Már Kristófersson og Halldór Auðar Svansson af þingi. 

Lesa meira

16.11.2023 : Varamaður tekur sæti

Ragna Sigurðardóttir tekur sæti í dag á Alþingi fimmtudaginn 16. nóvember sem varamaður fyrir Dagbjörtu Hákonardóttur. 

Lesa meira

14.11.2023 : Sérstök umræða miðvikudaginn 15. nóvember um málefni fatlaðs fólks

GudmundurKr_GudmundurGudbr_1699956675545Sérstök umræða um málefni fatlaðs fólks verður miðvikudaginn 15. nóvember um kl. 15:30. Málshefjandi er Guðmundur Ingi Kristinsson og til andsvara verður félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

14.11.2023 : Útbýting utan þingfunda

Þingskjali útbýtt utan þingfunda mánudaginn 13. nóvember kl. 23:45:

Lesa meira

13.11.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 14. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

13.11.2023 : Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 13. og 14. nóvember 2023

XIMG_0037Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Hörpu í morgun. Þetta er í sjötta sinn sem þingið er haldið á Íslandi og yfirskriftin í ár er „Together for Leadership“ eða „Saman til forystu“. Yfir 500 kvenleiðtogar frá 80 löndum taka þátt í þinginu og þar af eru um 200 erlendar þingkonur.

Lesa meira

12.11.2023 : Þingfundur hefst kl. 12:30

Þingfundur hefst kl. 12:30 mánudaginn 13. nóvember.

Lesa meira

11.11.2023 : Útbýting utan þingfunda laugardaginn 11. nóvember 2023

Þingskjali útbýtt utan þingfunda laugardaginn 11. nóvember kl. 15:20:

Lesa meira

10.11.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 10. nóvember 2023

Útbýtt var utan þingfunda föstudaginn 10. nóvember kl. 15:45:

Lesa meira

10.11.2023 : Aðalmenn taka sæti

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 13. nóvember. Þá víkja varamenn þeirra, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Sigurður Tyrfingsson, af þingi. 

Lesa meira

10.11.2023 : Varamaður tekur sæti

Magnús Árni Skjöld Magnússon tekur sæti á Alþingi föstudaginn 10. nóvember sem varaþingmaður fyrir Jóhann Pál Jóhannsson.

Lesa meira

9.11.2023 : Nefndadagar fimmtudaginn 16. nóvember og 17. nóvember

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis fimmtudaginn 16. nóvember og föstudaginn 17. nóvember. 

Lesa meira

6.11.2023 : Minningarorð um Bjarna Guðnason, fyrrverandi alþingismann

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Bjarna Guðnason, fyrrverandi alþingismann, á þingfundi mánudaginn 6. nóvember 2023. Bjarni lést 27. október 2023.

Lesa meira

6.11.2023 : Breytt framsetning á kostnaðargreiðslum þingmanna í alþjóðastarfi

Kostnaður þingmanna vegna alþjóðastarfs sem greiddur er af öðrum stofnunum en Alþingi, svo sem Norðurlandaráði eða Evrópuráðsþinginu, birtist nú undir hagsmunaskráningu viðkomandi þingmanns á vef Alþingis. Enda teljast þær greiðslur ekki hluti af greiðslum sem Alþingi innir af hendi vegna alþjóðastarfs þingmanna.

Lesa meira

6.11.2023 : Sérstök umræða þriðjudaginn 7. nóvember um sameiningu framhaldsskóla

Bjarkey_AsmundurEinar_1698233090689Sérstök umræða um sameiningu framhaldsskóla verður þriðjudaginn 7. nóvember um kl. 14:00. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

6.11.2023 : Varamenn taka sæti

Björgvin Jóhannesson og Sigurður Tyrfingsson taka sæti á Alþingi mánudaginn 6. nóvember sem varaþingmenn fyrir Vilhjálm Árnason og Guðmund Inga Kristinsson.

Lesa meira

3.11.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 6. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 6. nóvember kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Lesa meira

3.11.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 9. nóvember

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 9. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

3.11.2023 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Guðbrandur Einarsson tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 6. nóvember og víkur þá varamaður hans, Elva Dögg Sigurðardóttir, af þingi. Þá tekur Daði Már Kristófersson sæti sem varamaður fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir tekur sæti fyrir Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur og Halldór Auðar Svansson fyrir Björn Leví Gunnarsson.

Lesa meira

2.11.2023 : Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði

Oddny-varaforseti-Bryndis-forseti-Nordurlandarads-2024Bryndís Haraldsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs fyrir árið 2024 og Oddný G. Harðardóttir varaforseti í lok Norðurlandaráðsþings í Ósló í dag. Jafnframt var kynnt formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði en yfirskrift hennar er „Friður og öryggi á norðurslóðum“.

Lesa meira

31.10.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda þriðjudaginn 31. október 2023

Útbýtt var utan þingfunda þriðjudaginn 31. október kl. 13:35:

Lesa meira

30.10.2023 : Norðurlandaráðsþing í Ósló 30. október – 2. nóvember

Þing Norðurlandaráðs hefst í dag í Ósló og stendur til fimmtudags. Frá Íslandi taka þátt alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir, Orri Páll Jóhannsson og Teitur Björn Einarsson. Jafnframt tekur Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þátt en norrænir þingforsetar halda jafnan sinn árlega fund í tengslum við Norðurlandaráðsþing.

Lesa meira

27.10.2023 : Aðalmenn taka sæti

Hildur Sverrisdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir taka sæti á Alþingi mánudaginn 30. október. Þá víkja varamenn þeirra, Friðjón R. Friðjónsson og Guðmundur Andri Thorsson, af þingi. 

Lesa meira

27.10.2023 : Laust starf í veitingadeild á skrifstofu Alþingis

Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í veitingadeild. Hjá okkur er líf og fjör og verkefnin eru fjölbreytt. Deildin annast alla veitingaþjónustu á starfssvæði þingsins, svo sem rekstur mötuneytis, veitingar á nefndarfundum og viðburðum á vegum þingsins. 

Lesa meira

26.10.2023 : Nefndadagur fimmtudaginn 2. nóvember

Nefndadagur verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis fimmtudaginn 2. nóvember. 

Lesa meira

25.10.2023 : Sérstök umræða um málefni aldraðra 26. október

IngaSaeland_GudmundurIngiSérstök umræða um málefni aldraðra verður fimmtudaginn 26. október um kl. 13. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Lesa meira

24.10.2023 : Ráðstefna um málefni Úkraínu í Prag

Birgir-SelenskiBirgir Ármannsson, forseti Alþingis, sótti þingmannaráðstefnu um málefni Úkraínu (e. Parliamentary Summit of the International Crimea Platform) í Prag í dag, 24. október. Ráðstefnuna sækja um 40 þingforsetar, eða fulltrúar þjóðþinga, víðs vegar að úr heiminum auk fulltrúa alþjóðlegra þingmannasamtaka. Vólódímír Selenskí ávarpaði ráðstefnuna um fjarfundarbúnað en fundinn sóttu m.a. Rúslan Stefantsjúk, forseti Úkraínuþings, og Refat Tsjúbarov, útlægur forseti héraðsþings Krímtatara. 

Lesa meira

23.10.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda mánudaginn 23. október

Útbýtt var utan þingfunda mánudaginn 23. október kl. 11:20:

Lesa meira

23.10.2023 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd 26. október

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund fimmtudag 26. október í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og hefst hann kl. 8:30.

Lesa meira

20.10.2023 : Nokkrar staðreyndir um nýbyggingu Alþingis

20230926_111802Senn líður að því að ný skrifstofubygging Alþingis verði tekin í notkun og nú er hafin samkeppni um nafn á húsið. Það sem flyst yfir í nýja húsið er eftirfarandi: Allar skrifstofur þingmanna, fundarherbergi fastanefnda Alþingis og skrifstofur starfsfólks (eru nú í Austurstræti 8–10, 12a og 14, alls tæplega 4.200 fermetrar), auk eldhúss og matsalar (sem nú eru á annarri hæð Skála). Nýja húsið er, að meðtöldum bílakjallara, um 6.500 fermetrar.

Lesa meira

20.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 26. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 26. október kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

20.10.2023 : Varamenn taka sæti

Guðmundur Andri Thorsson og Friðjón R. Friðjónsson taka sæti á Alþingi mánudaginn 23. október sem varaþingmenn fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur og Hildi Sverrisdóttur. 

Lesa meira

20.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 24. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 24. október kl. 13:30. Þá verða til svara umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

18.10.2023 : Nafnasamkeppni um nýbyggingu Alþingis

Asynd-sudur-Med-T9Boðað er til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember nk., en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum.

Lesa meira

17.10.2023 : Nefndadagur mánudaginn 23. október

Nefndadagur verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis mánudaginn 23. október.  

Lesa meira

16.10.2023 : Sérstök umræða um slysasleppingar í sjókvíaeldi 17. október

LiljaRannveig_SvandisSvSérstök umræða um slysasleppingar í sjókvíaeldi verður þriðjudaginn 17. október um kl. 14. Málshefjandi er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Lesa meira

15.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 19. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 19. október kl. 10:30. Þá verða til svara,utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. 

Lesa meira

14.10.2023 : Sérstök umræða um þolmörk ferðaþjónustunnar mánudaginn 16. október

BjornLevi_LiljaAlfredsSérstök umræða um þolmörk ferðaþjónustunnar verður mánudaginn 16. október um kl. 15:45. Málshefjandi er Björn Leví Gunnarsson og til andsvara verður menningar og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

14.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 16. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 16. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

14.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 19. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 19. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

14.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 16. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 16. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

13.10.2023 : Skrifstofa Alþingis hlýtur viðurkenningu Jafnréttisvogar FKA

JV_vidurkenning_merki_2023_gullSkrifstofa Alþingis er á meðal þeirra sem hlutu í gær viðurkenningu Jafnréttisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu. Viðurkenningin var veitt á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, sem bar yfirskriftina „Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun!“

Lesa meira

13.10.2023 : Opinn fundur í velferðarnefnd mánudaginn 16. október

Velferðarnefnd Alþingis heldur opinn fund mánudaginn 16. október í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og hefst hann kl. 9:30. Fundarefnið er réttindi útlendinga sem sviptir hafa verið þjónustu í kjölfar lokasynjunar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd. 

Lesa meira

13.10.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 16. október og víkur þá varamaður hennar, Indriði Ingi Stefánsson, af þingi. 

Lesa meira

11.10.2023 : Svetlana Tíkhanovskaja hlýtur viðurkenningu NATO-þingsins að frumkvæði Íslandsdeildar

Arsfundur-NATO-thingsins-2023-10-09Svetlana Tíkhanovskaja, leiðtogi lýðræðisafla í Belarús, hlaut viðurkenningu NATO-þingsins á ársfundi þingsins, sem fór fram í Kaupmannahöfn dagana 6.–9. október. Yfirskrift viðurkenningarinnar er „Konur í þágu friðar og öryggis“ og er hún veitt árlega einstaklingi sem hefur unnið framúrskarandi starf í þágu kvenna, friðar og öryggis.

Lesa meira

9.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 12. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 12. október kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra. 

Lesa meira

9.10.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 9. október

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 9. október kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

6.10.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 6. október 2023

Útbýtt var utan þingfunda föstudaginn 6. október kl. 13:50:

Lesa meira

6.10.2023 : Heimsókn kínversks ráðherra alþjóðamála

Liu Jianchao, ráðherra alþjóðamála og fulltrúa í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins, heimsótti Alþingi í dag og átti fund með forseta Alþingis og fulltrúum þingflokka.

Lesa meira

5.10.2023 : Sérstök umræða um ráðstöfun söluágóða af ríkiseignum til fjárfestinga í mikilvægum innviðum mánudaginn 9. október

  • Samsett mynd af Vilhjálmi Árnasyni og Bjarna Benediktssyni

Samsett mynd af Vilhjálmi Árnasyni og Bjarna BenediktssyniSérstök umræða um ráðstöfun söluágóða af ríkiseignum til fjárfestinga í mikilvægum innviðum verður mánudaginn 9. október um kl. 15:45.

Lesa meira

4.10.2023 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2024

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2024. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 7. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

4.10.2023 : Varamenn taka sæti

Berglind Harpa Svavarsdóttir og Indriði Ingi Stefánsson taka sæti á Alþingi mánudaginn 9. október sem varaþingmenn fyrir Berglindi Ósk Guðmundsdóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

3.10.2023 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd þriðjudaginn 10. október

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 9. október í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 8:30. Fundarefnið er framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum – umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins.

Lesa meira

29.9.2023 : Aðalmenn taka sæti

Orri Páll Jóhannsson og Halldóra Mogensen taka sæti á Alþingi mánudaginn 2. október og víkja þá varaþingmenn þeirra, Brynhildur Björnsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, af þingi. 

Lesa meira

29.9.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Berglind Ósk Guðmundsdóttir tekur sæti á Alþingi föstudaginn 29. september og víkur þá varaþingmaður hennar, Berglind Harpa Svavarsdóttir af þingi. 

Lesa meira

29.9.2023 : Kjördæmadagar 2.–5. október 2023

Kjordaemi-fra-2003Kjördæmadagar eru 2.–5. október og verða því engir þingfundir á Alþingi þá vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Lesa meira

29.9.2023 : Laust starf í öryggis- og þjónustudeild á skrifstofu Alþingis

AlþingishúsiðSkrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulipran einstakling í stöðu þingvarðar í öryggis- og þjónustudeild. Umsóknarfrestur er til 9. október nk. 

Lesa meira

28.9.2023 : Ráðstefna þingforseta Evrópuráðsríkja í Dyflinni

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins sem haldin er í Dyflinni 28.–29. september. Ráðstefnur þingforseta Evrópuráðsríkja eru haldnar á tveggja ára fresti, jafnan til skiptis í Evrópuráðsþinginu og aðildarríki.

Lesa meira

27.9.2023 : Sérstök umræða um samkeppniseftirlit fimmtudaginn 28. september

HannaKatrin_LiljaAlfredsSérstök umræða um samkeppniseftirlit verður fimmtudaginn 28. september um kl. 13:30. Málshefjandi er Hanna Katrín Friðriksson og til andsvara verður menningar og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Lesa meira

25.9.2023 : Uppfærð sniðmát stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna á vef Alþingis

Sniðmát stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna hafa verið uppfærð á vef Alþingis í samvinnu við skrifstofu löggjafarmála í dómsmálaráðuneytinu.

Lesa meira

25.9.2023 : Aðalmenn taka sæti

Lilja Alfreðsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson taka sæti á ný á Alþingi í dag. Þá víkja varaþingmenn þeirra, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Eva Sjöfn Helgadóttir og Ragnar Sigurðsson, af þingi. 

Lesa meira

25.9.2023 : Varamaður tekur sæti

Lenya Rún Taha Karim tekur sæti á Alþingi mánudaginn 25. september sem varaþingmaður fyrir Halldóru Mogensen.

Lesa meira

22.9.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 26. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 26. september kl. 13:30. Þá verða til svara matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

22.9.2023 : Varamaður tekur sæti

Brynhildur Björnsdóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 25. september sem varaþingmaður fyrir Orra Pál Jóhannsson.

Lesa meira

22.9.2023 : Nefndadagur miðvikudaginn 27. september

Umhverfis- og samgöngunefnd AlþingisNefndadagur verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis miðvikudaginn 27. september.

Lesa meira

21.9.2023 : Fundur nefndar Evrópuráðsþingsins um fólksflutninga og málefni flóttafólks í Reykjavík 21.–22. september

Flóttamannanefnd Evrópuráðsþingsins fundar á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. september. Nefndina skipar 81 þingmaður frá ríkjunum 46 sem eiga aðild að Evrópuráðsþinginu og á Birgir Þórarinsson sæti í nefndinni fyrir Íslands hönd. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins skipa Bjarni Jónsson formaður, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaformaður og Birgir Þórarinsson.

Lesa meira

20.9.2023 : Forseti Möltuþings heimsækir Ísland

IMG_0051Dr. Angelo Farrugia, forseti þjóðþings Möltu, er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, dagana 19.–20. september. Með þingforsetanum í för eru Alison Zerafa Civelli, þingmaður Verkamannaflokks Möltu, og Darren Carabott, þingmaður Þjóðernisflokks Möltu, ásamt sviðsstjóra alþjóðamála á Möltuþingi, Eleanor Scerri.

Lesa meira

20.9.2023 : Sérstök umræða um hjúkrunarrými og heimahjúkrun fimmtudaginn 21. september

KristrunFrosta_WillumThorSérstök umræða um hjúkrunarrými og heimahjúkrun verður fimmtudaginn 21. september um kl. 11:00. Málshefjandi er Kristrún Frostadóttir og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

20.9.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 21. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 21. september kl. 10:30. Þá verða til svara matvælaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og barnamálaráðherra.

Lesa meira

16.9.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 18. september

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 18. september kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

15.9.2023 : Niðurfelling mála um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

Forsætisnefnd hefur haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda frá júlí 2018 um Lindarhvol ehf. Málið má rekja til ákvörðunar forsætisnefndar 2. febrúar 2021 um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar þar sem beiðni blaðamanns á Viðskiptablaðinu um aðgang að téðri greinargerð var synjað.

Lesa meira

15.9.2023 : Varamenn taka sæti

Ragnar Sigurðsson tekur sæti á Alþingi mánudaginn 18. september sem varaþingmaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson. Þá tekur Eva Sjöfn Helgadóttir sæti fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Elva Dögg Sigurðardóttir fyrir Guðbrand Einarsson og Aðalsteinn Haukur Sverrisson fyrir Lilju Alfreðsdóttur.

Lesa meira

14.9.2023 : Þingmálaskrá ríkisstjórnar

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 154. löggjafarþing er á vef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

14.9.2023 : Svipmyndir frá stefnuræðu og umræðum um hana 13. september 2023

_DSC1957Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana voru á dagskrá þingfundar í gærkvöld. Eyþór Árnason ljósmyndari fylgdist með og má sjá fleiri myndir á Flickr-síðu Alþingis.

Lesa meira

13.9.2023 : Svipmyndir frá þingsetningu 12. september 2023

E_DSC0449yþór Árnason ljósmyndari fylgdist með setningu 154. löggjafarþings og má sjá fleiri myndir frá henni á Flickr-síðu Alþingis.

Lesa meira

12.9.2023 : Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 13. september 2023 – röð flokka og ræðumenn

Stefnuraeda-samsett-2023-09-23Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað miðvikudagskvöldið 13. september kl. 19:40.

Lesa meira

12.9.2023 : Afsal þingmennsku – nýr þingmaður tekur sæti

HelgaVala-og-Dagbjort

Tilkynnt var á þingfundi í dag um þingmennskuafsal Helgu Völu Helgadóttur sem tók gildi 4. september sl. Dagbjört Hákonardóttir tók sæti hennar á þingi og verður 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en Jóhann Páll Jóhannsson verður 4. þingmaður kjördæmisins.

Lesa meira

12.9.2023 : Minningarorð um Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismann

Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður og útgerðarmaður, lést á Hrafnistu 6. júlí síðastliðinn, 96 ára að aldri, elstur fyrrverandi þingmanna. Hans var minnst á þingsetningarfundi í dag.

Lesa meira

12.9.2023 : Ávarp forseta Alþingis við setningu 154. löggjafarþings

_DSC0863Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, flutti ávarp við setningu 154. löggjafarþings.

Lesa meira

11.9.2023 : Setning Alþingis þriðjudaginn 12. september – dagskrá

ProsessiaAlþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Lesa meira

11.9.2023 : Varamaður tekur sæti

Berglind Harpa Svavarsdóttir tekur sæti á Alþingi þriðjudaginn 12. september sem varaþingmaður fyrir Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.

Lesa meira

11.9.2023 : Ferð umhverfis- og samgöngunefndar til Þingvalla

Ferd-umhverfis-og-samgongunefndar-til-Thingvalla-2023-09-11Umhverfis- og samgöngunefnd fer til Þingvalla mánudaginn 11. september. Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum, tekur á móti nefndinni og fer yfir áskoranir sumarsins. Þá mun nefndin eiga fund um áhrif ferðaþjónustunnar á náttúru og umhverfi með fulltrúum Gullna hringborðsins, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Að lokum verður farið að Gullfossi og Geysi og fær nefndin þar leiðsögn um svæðið frá fulltrúum Umhverfisstofnunar.

Lesa meira

11.9.2023 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (153c) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 1. september 2023.

Lesa meira

8.9.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 8. september 2023

Útbýtt var utan þingfunda föstudaginn 8. september kl. 12:30:

Lesa meira

8.9.2023 : Setning Alþingis þriðjudaginn 12. september 2023

ProsessiaAlþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og hefst athöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Lesa meira

7.9.2023 : Rýnt í græna bókhaldið

Gardur3_HENiðurstöður græna bókhaldsins fyrir árið 2022 voru kynntar á starfmannafundi á skrifstofu Alþingis í dag og þær bornar saman við niðurstöður undanfarinna ára, en grænt bókhald hefur verið fært á Alþingi frá árinu 2017.

Lesa meira

1.9.2023 : Sumarfundur forsætisnefndar á Austurlandi

Sumarfundur-forsaetisnefndar-2023-Skriduklaustri_1Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Hótel Hallormsstað 31. ágúst – 1. september. Dagskrá fundarins var þétt og komandi þingvetur undirbúinn. Rædd voru fjölmörg mál er varða starfsemi og rekstur þingsins og stofnana þess. Ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis sátu þann hluta fundarins þar sem fjallað var um málefni þeirra stofnana.

Lesa meira

30.8.2023 : Setning Alþingis þriðjudaginn 12. september 2023

Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 13. september. 

Lesa meira

29.8.2023 : Lögfræðingur með þekkingu á EES og alþjóðamálum

AlþingishúsiðSkrifstofa Alþingis leitar að öflugum lögfræðingi með sérþekkingu á Evrópurétti til starfa í alþjóðadeild þingsins. Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2023.

Lesa meira

28.8.2023 : Ársfundur Vestnorræna ráðsins í Alþingi 29.–30. ágúst

De-vestnordiske-flag-1280x853-Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsvettvangs þingmanna Færeyja, Grænlands og Íslands, fer fram í þingsal Alþingis dagana 29. og 30. ágúst.

Lesa meira

23.8.2023 : Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funda í Stokkhólmi 24.–25. ágúst

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sækir árlegan fund þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem að þessu sinni er haldinn í Stokkhólmi dagana 24.–25. ágúst. 

Lesa meira

27.6.2023 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd miðvikudaginn 28. júní kl. 13:00

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund miðvikudaginn 28. júní í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 13:00. Fundarefnið er brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum.

Lesa meira

22.6.2023 : Fundur í atvinnuveganefnd föstudaginn 23. júní opinn fjölmiðlum

Fundur atvinnuveganefndar sem haldinn verður föstudaginn 23. júní kl. 11:00-12:00 verður opinn fjölmiðlum. Á fundinum verður fjallað um ákvörðun matvælaráðherra frá 20. júní sl. um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.

Lesa meira

12.6.2023 : Aðalmenn taka sæti

Þingmennirnir Hildur Sverrisdóttir, Eyjólfur Ármannsson og Björn Leví Gunnarsson tóku sæti á ný á Alþingi laugardaginn 10. júní, og viku þá varaþingmenn þeirra, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurjón Þórðarson og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir af þingi.

Lesa meira

9.6.2023 : Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun 9. júní 2023

Fundum Alþingis var frestað 9. júní 2023 til 12. september 2023. Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, flutti ávarp við þingfrestun og fór yfir þingstörfin.

Lesa meira

9.6.2023 : Tölfræði 153. löggjafarþings

Þingfundum 153. löggjafarþings var frestað 9. júní 2023. Þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022 og frá 23. janúar til 9. júní 2023. Þingfundir voru samtals 123 og stóðu í 659 og hálfa klst. Þingfundadagar voru alls 105.

Lesa meira

8.6.2023 : Ísland fær friðarverðlaun Samtaka kvenleiðtoga

WPL-Peace-Award-2023-Iceland-2-003-_editedÍsland hlaut friðarverðlaun Samtaka kvenleiðtoga (WPL) á ársfundi samtakanna, sem nú stendur yfir í Brussel. Íslenska sendinefndin á fundinum tók á móti verðlaununum fyrir Íslands hönd.

Lesa meira

8.6.2023 : Minningarorð um Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismann

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismann, við upphaf þingfundar fimmtudaginn 8. júní 2023.

Lesa meira

7.6.2023 : Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) 7. júní

Eldhusdagur2023_LOKAAlmennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður) fara fram á Alþingi í kvöld, miðvikudaginn 7. júní, og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar hefjast kl. 19:40, skiptast í tvær umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrri umferð og fimm mínútur í seinni umferð.

Lesa meira

6.6.2023 : Starfsáætlun Alþingis felld úr gildi frá og með miðvikudeginum 7. júní

Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar í gær að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka.

Lesa meira

5.6.2023 : Starfsáætlun Alþingis fyrir 154. löggjafarþing

Starfsáætlun fyrir 154. löggjafarþing hefur verið samþykkt af forsætisnefnd. Þingsetning verður þriðjudaginn 12. september og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi miðvikudagsins 13. september.

Lesa meira

3.6.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda laugardaginn 3. júní

Útbýtt var utan þingfunda laugardaginn 3. júní kl. 12:45:

Lesa meira

2.6.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 5. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 5.júní kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

2.6.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 8. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 8. júní kl. 11:15. Þá verða til svara umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra.

Lesa meira

2.6.2023 : Fundur þingforseta aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Vilníus

Fundur-thingforseta-adildarrikja-NATO-i-Vilnius_Hopmynd_2023-06-02Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sækir í dag fund þingforseta aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Vilníus í Litáen. Fundurinn er haldinn að frumkvæði gestgjafans, Viktoriju Čmilytė-Nielsen, forseta þjóðþings Litáens. Stuðningur við Úkraínu, hnattrænar áskoranir og efling NATO eru meðal mála á dagskrá og sérstakur gestur fundar er Ruslan Stefanchuk, forseti þjóðþings Úkraínu.

Lesa meira

2.6.2023 : Varamaður tekur sæti

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 5. júní sem varaþingmaður fyrir Björn Leví Gunnarsson.

Lesa meira

31.5.2023 : Sérstök umræða fimmtudaginn 1. júní um skaðaminnkun

Halldora_WillumSérstök umræða um skaðaminnkun verður á Alþingi fimmtudaginn 1. júní um kl. 14:00. Málshefjandi er Halldóra Mogensen og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

30.5.2023 : Nefndadagar fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. júní

Nefndadagar verða á Alþingi fimmtudaginn 1. júní og föstudaginn 2. júní.

Lesa meira

30.5.2023 : Breytingar á starfsáætlun

Við upphaf þingfundar í dag tilkynnti forseti um breytingar á starfsáætlun. Föstudagurinn 2. júní verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Þá hefst þingfundur fimmtudaginn 1. júní kl. 13:30 en ekki kl. 10:30 til að nefndir geti fundað fram að hádegi.

Lesa meira

30.5.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók sæti á ný á Alþingi mánudaginn 29. maí og vék þá varaþingmaður hennar, Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi.

Lesa meira

26.5.2023 : Forseti Alþingis og forseti kínverska Alþýðuþingsins funda

Fjarfundur-forseta-med-forseta-kinverska-Althyduthingsins-2023-05-26Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, átti í dag fjarfund með Zhao Leji, forseta Alþýðuþingsins, þjóðþings Kína. Ræddu þeir m.a. samskipti ríkjanna og þjóðþinganna, jafnt á vettvangi alþjóðlegra þingmannafunda sem og tvíhliða samskipta.

Lesa meira

26.5.2023 : Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Jónshús_FræðimannsíbúðÚthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, hefur lokið störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 2. hæð hússins frá ágústlokum 2023 til sama tíma að ári. Alls bárust nefndinni að þessu sinni 41 gild umsókn.

Lesa meira

26.5.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 26. maí

Útbýtt var utan þingfunda föstudaginn 26. maí kl. 12: 

Lesa meira

26.5.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 1. júní

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 1. júní kl. 13:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

26.5.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 30. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 30. maí kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

22.5.2023 : Sérstök umræða þriðjudaginn 23. maí um styttingu vinnuvikunnar

IngibjorgIsaksen_BjarniBenSérstök umræða um styttingu vinnuvikunnar verður þriðjudaginn 23. maí um kl. 14:30. Málshefjandi er Ingibjörg Isaksen og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

22.5.2023 : Varamaður tekur sæti

Eva Sjöfn Helgadóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 22. maí sem varaþingmaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

22.5.2023 : Nefndadagar fimmtudaginn 25. maí og föstudaginn 26. maí

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis fimmtudaginn 25. maí og föstudaginn 26. maí.

Lesa meira

22.5.2023 : Viltu stuðla að vandaðri lagasetningu og virku þingeftirliti?

AlþingishúsiðAuglýst er eftir lögfræðingum til starfa í nefndadeild skrifstofu Alþingis. 

Lesa meira

19.5.2023 : Opinn fundur í atvinnuveganefnd þriðjudaginn 23. maí

AVN_adalmynd_Atvinnuveganefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_7Atvinnuveganefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 23. maí í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 8:30. Fundarefnið er nýútkomin eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022.

Lesa meira

19.5.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 23. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 23. maí kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

19.5.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Þórarinn Ingi Pétursson tekur sæti á ný á Alþingi föstudaginn 19. maí og víkur þá varaþingmaður hans, Helgi Héðinsson, af þingi.

Lesa meira

15.5.2023 : Nefndadagar miðvikudaginn 17. maí og mánudaginn 22. maí

Nefndadagar verða á Alþingi miðvikudaginn 17. maí og mánudaginn 22. maí.

Lesa meira

15.5.2023 : Breytingar á starfsáætlun

Við upphaf þingfundar í dag tilkynnti forseti um breytingar á starfsáætlun. Miðvikudagurinn 17. maí verður nefndadagur en ekki þingfundadagur. Þá verður mánudagurinn 22. maí einnig nefndadagur en ekki þingfundadagur.

Lesa meira

15.5.2023 : Minningarorð um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, fyrrverandi alþingismann

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, fyrrverandi alþingismann, við upphaf þingfundar mánudaginn 15. maí 2023.

Lesa meira

12.5.2023 : Varaforseti Úkraínuþings heimsækir Alþingi

Heimsokn-varaforseta-Ukrainuthings-2023-05-12_gestabok2Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, átti í dag fund með varaforseta Úkraínuþings, Olenu Kondratiuk, ásamt sendinefnd í Alþingishúsinu. Þá átti Kondratiuk fund með þingmönnum í utanríkismálanefnd og hitti fulltrúa í forsætisnefnd á hádegisverðarfundi. 

Lesa meira

12.5.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 12. maí

Útbýtt var utan þingfunda föstudaginn 12. maí kl. 13:10:

Lesa meira

12.5.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 15. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 15. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, matvælaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

12.5.2023 : Aðalmenn taka sæti

Kristrún Frostadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 15. maí og víkja þá varaþingmenn þeirra, Vilborg Kristín Oddsdóttir og Indriði Ingi Stefánssson.

Lesa meira

12.5.2023 : Stjórnarnefnd Evrópuráðsþingsins kemur saman í aðdraganda leiðtogafundar

Malthingid-Lydraedi-fyrir-framtidina_1Ný verðlaun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur á sviði valdeflingar kvenna, málþing um stöðu og framtíð lýðræðis og umræða um mikilvægi sameiginlegra gilda, marghliða samvinnu, mannréttindavernd og nýja kynslóð réttinda er á meðal þess sem er á dagskrá fundar stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins sem kemur saman hér á landi mánudaginn 15. maí í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fer dagana 16.–17. maí. Gestgjafi fundar stjórnarnefndarinnar á mánudag er Alþingi.

Lesa meira

11.5.2023 : Heimsókn framkvæmdastjóra jafnréttismála hjá ESB

20230511_143932_Helena Dalli, framkvæmdastjóri jafnréttismála hjá Evrópusambandinu, heimsótti Alþingi í dag. Átti hún annars vegar fund með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og hins vegar með fulltrúum úr allsherjar- og menntamálanefnd.

Lesa meira

10.5.2023 : Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd fimmtudaginn 11. maí

Allsherjar-og-menntamalanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor-_1_1683725681547Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 11. maí í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 10:30. Fundarefnið er fyrirkomulag og framtíð opinberrar skjalavörslu.

Lesa meira

9.5.2023 : Sérstök umræða miðvikudaginn 10. maí um traust og trúverðugleika íslenska ríkisins á fjármálamörkuðum

ThorbjorgSigridur_BjarniBenSérstök umræða um traust og trúverðugleika íslenska ríkisins á fjármálamörkuðum verður á Alþingi miðvikudaginn 10. maí um kl. 15:30. Málshefjandi er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

8.5.2023 : Nefndadagar fimmtudaginn 11. maí og föstudaginn 12. maí 2023

Nefndadagar verða samkvæmt starfsáætlun Alþingis fimmtudaginn 11. maí og föstudaginn 12. maí.

Lesa meira

8.5.2023 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd þriðjudaginn 9. maí

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 9. maí í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:15. Fundarefnið er skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022.

Lesa meira

8.5.2023 : Sérstök umræða þriðjudaginn 9. maí um notkun ópíóíðalyfja

Asmundur-Fr_WillumThorSérstök umræða um notkun ópíóíðalyfja verður á Alþingi þriðjudaginn 9. maí um kl. 14:00. Málshefjandi er Ásmundur Friðriksson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson.

Lesa meira

5.5.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 8. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 8. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

5.5.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 10. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 10. maí kl. 15:00. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

5.5.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda föstudaginn 5. maí 2023

Útbýtt var utan þingfunda föstudaginn 5. maí kl. 12:25:

Lesa meira

5.5.2023 : Sérstök umræða mánudaginn 8. maí um framtíð framhaldsskólanna

Bjarkey_AsmundurEinarSérstök umræða um framtíð framhaldsskólanna verður mánudaginn 8. maí um kl. 17:30. Málshefjandi er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og til andsvara verður mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason.

Lesa meira

5.5.2023 : Varamenn taka sæti

Vilborg Kristín Oddsdóttir tekur sæti á Alþingi mánudaginn 8. maí sem varaþingmaður fyrir Kristrúnu Frostadóttur og víkur þá Viðar Eggertsson af þingi. Þá tekur Indriði Ingi Stefánsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

2.5.2023 : Afsal þingmennsku – nýr þingmaður tekur sæti

Þriðjudaginn 2. maí tekur Teitur Björn Einarsson sæti á Alþingi í stað Haraldar Benediktssonar sem hefur afsalað sér þingmennsku. 

Lesa meira

2.5.2023 : Sérstök umræða miðvikudaginn 3. maí um kjaragliðnun

VidarEggertsson_BjarniBenSérstök umræða um kjaragliðnun verður miðvikudaginn 3. maí um kl. 15:30. Málshefjandi er Viðar Eggertsson og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Lesa meira

2.5.2023 : Nefndadagar 4. og 5. maí

Nefndadagur verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis föstudaginn 5. maí. Á þingfundi í dag var tilkynnt um þá breytingu á starfsáætlun að fimmtudagurinn 4. maí yrði einnig nefndadagur.

Lesa meira

2.5.2023 : Minningarorð um Ólaf G. Einarsson, fyrrverandi forseta Alþingis

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Ólaf G. Einarsson, fyrrverandi forseta Alþingis, við upphaf þingfundar þriðjudaginn 2. maí 2023.

Lesa meira

28.4.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 2. maí

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 2. maí kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

28.4.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Bjarni Jónsson tekur sæti á ný á Alþingi laugardaginn 29. apríl og víkur þá varaþingmaður hans, Lilja Rafney Magnúsdóttir, af þingi.

Lesa meira

28.4.2023 : Aðalmenn og varamenn taka sæti

Oddný G. Harðardóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir taka sæti á ný á Alþingi mánudaginn 1. maí og víkja þá varaþingmenn þeirra, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldór Auðar Svansson og Indriði Ingi Stefánsson af þingi. Þá tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Hildi Sverrisdóttur og víkur þá Ágústa Guðmundsdóttir af þingi. Þriðjudaginn 2. maí tekur svo  Helgi Héðinsson sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Þórarin Inga Pétursson.

Lesa meira

27.4.2023 : Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd föstudaginn 28. apríl

EVN_adalmynd_Efnahags-og-vidskiptanefnd-2022-03-23-Bragi-Thor_4Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund föstudaginn 28. apríl í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og hefst hann kl. 9:15. Fundarefnið er skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. 

Lesa meira

26.4.2023 : Fundur vísinda- og tækninefndar NATO-þingsins á Íslandi 25.–27. apríl

Visinda-og-taekninefnd-NATO-thingsins-a-Bessastodum20230425Vísinda- og tækninefnd NATO-þingsins fundar í Reykjavík 25.–27. apríl 2023. Meðal umræðuefna á fundum nefndarinnar eru öryggismál á norðurslóðum, loftslagsbreytingar, orkuskipti og netöryggismál.

Lesa meira

25.4.2023 : Sérstök umræða miðvikudaginn 26. apríl um húsnæðismál

IngaSaeland_SigurdurIngiSérstök umræða um húsnæðismál verður á Alþingi miðvikudaginn 26. apríl um kl. 15:30. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Lesa meira

25.4.2023 : Nefndadagur 28. apríl

Nefndadagur verður samkvæmt starfsáætlun Alþingis föstudaginn 28. apríl.

Lesa meira

24.4.2023 : Laust starf fræðslu- og upplýsingafulltrúa í afleysingu

AlþingishúsiðVið leitum að öflugum fræðslu- og upplýsingafulltrúa til starfa í almannatengsladeild skrifstofu Alþingis í tímabundna afleysingu frá 15. ágúst nk. til ársloka 2024. Í starfinu felst meðal annars leiðsögn skólahópa um Alþingishúsið og umsjón með Skólaþingi, vinnsla efnis fyrir vefi og samfélagsmiðla, upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla ásamt aðstoð við viðburðahald. 

Lesa meira

24.4.2023 : Afgreiðsla forsætisnefndar á erindi um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn

Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn. Bréf forseta Alþingis, dags. 18. apríl sl., er nú birt á vef Alþingis. Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Lesa meira

24.4.2023 : Ráðstefna evrópskra þingforseta í Prag

Radstefna-evropskra-thingforseta-i-Prag-2023-04-24-25_Prag-gestgjafar-1Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, sækir ráðstefnu evrópskra þingforseta 24.–25. apríl í boði forseta efri og neðri deilda þjóðþings Tékklands. Til ráðstefnunnar er boðið forsetum þjóðþinga aðildar- og umsóknarríkja ESB, auk forseta þjóðþinga EFTA-ríkja. Áhrif innrásarstríðs Rússa í Úkraínu ber hátt á dagskrá fundar, ásamt umræðum um orkuöryggi, fjölþátta ógnir og raskanir á aðfangakeðjur.

Lesa meira

24.4.2023 : Opinn fundur umhverfis- og samgöngunefndar þriðjudaginn 25. apríl

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund þriðjudaginn 25. apríl í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til 11:15. Fundarefnið er loftslagsmarkmið Íslands.

Lesa meira

24.4.2023 : Aðalmaður og varamenn taka sæti

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 24. apríl og víkur þá varaþingmaður hennar Ástrós Rut Sigurðardóttir af þingi. Þá tekur Ágústa Guðmundsdóttir sæti á Alþingi fyrir Hildi Sverrisdóttur og víkur þá Friðjón R. Friðjónsson af þingi, Halldór Auðar Svansson tekur sæti fyrir Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, Guðný Birna Guðmundsdóttir fyrir Oddnýju G. Harðardóttur og Indriði Ingi Stefánsson fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.

Lesa meira

21.4.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 24. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 24. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara innviðaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

21.4.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 27. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 27. apríl kl. 10:30. Þá verða til svara umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heilbrigðisráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra.

Lesa meira

20.4.2023 : Herdís Steingrímsdóttir hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2023

Verdlaun-Jons-Sigurdssonar-2023-04-20_1_Birgir-Armannsson-og-HerdisHátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 20. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar dr. Herdísi Steingrímsdóttur hagfræðingi. 

Lesa meira

18.4.2023 : Ný útgáfa lagasafns

Ný útgáfa lagasafnsins (153b) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 15. apríl 2023.

Lesa meira

18.4.2023 : Varamaður tekur sæti

Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti á Alþingi þriðjudaginn 18. apríl sem varaþingmaður fyrir Bjarna Jónsson.

Lesa meira

18.4.2023 : Alþjóðleg efnahagsmál og sjálfbærni ríkisfjármála rædd á fundi starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða OECD

Fundur-OECD-i-Reykjavik-2023-04-13_6Tveggja daga fundi starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða innan OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) lauk föstudaginn 14. apríl í Hörpu í Reykjavík. Fjallað var m.a. um alþjóðleg efnahagsmál, sjálfbærni ríkisfjármála, þróun í heilbrigðisútgjöldum og velferðartækni framtíðar, loftslagsbreytingar og opinber fjármál, mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði og fyrirmyndarumgjörð um alla þætti fjárlagagerðar þjóðþinga innan OECD. 

Lesa meira

17.4.2023 : Minningarorð um Sigurlaugu Bjarnadóttur, fyrrverandi alþingismann

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Sigurlaugu Bjarnadóttur, fyrrverandi alþingismann, við upphaf þingfundar mánudaginn 17. apríl 2023.  

Lesa meira

14.4.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 17. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 17. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

14.4.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir miðvikudaginn 19. apríl

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá miðvikudaginn 19. apríl kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

14.4.2023 : Varamenn taka sæti

Friðjón R. Friðjónsson tekur sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Hildi Sverrisdóttur mánudaginn 17. apríl og sama dag tekur Ástrós Rut Sigurðardóttir sæti fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þá tekur Sigurjón Þórðarson sæti fyrir Eyjólf Ármannsson. 

Lesa meira

12.4.2023 : OECD-fundur á Íslandi 13.– 14. apríl

Fundur-OECD-i-Reykjavik-2023-04-13_5OECD (Efnahags- og framfarastofnunin) heldur árlegan fund starfsfólks fjárlaganefnda og fjármálaráða dagana 13. og 14. apríl í Hörpu í Reykjavík. Fundargestir eru um 100 talsins og fundarefni margvísleg álitamál sem tengjast hlutverki þjóðþinga og fjármálaráða um fjárlagagerð og opinber fjármál.

Lesa meira

3.4.2023 : Þingskjölum útbýtt utan þingfunda mánudaginn 3. apríl

Útbýtt var utan þingfunda mánudaginn 3. apríl kl. 17:45:

Lesa meira

31.3.2023 : Vinahópur Íslands stofnaður í bandaríska þinginu

VinahopurVinahópur Íslands í fulltrúadeild Bandaríkjaþings (e. Iceland Caucus) var stofnaður í gær að viðstaddri utanríkismálanefnd Alþingis sem er í heimsókn í Washington.

Lesa meira

28.3.2023 : Ferð utanríkismálanefndar til Washington og New York

Utanríkismálanefnd heimsækir Bandaríkin dagana 27.–31. mars þar sem nefndin mun m.a. fjalla um tvíhliða samskipti Íslands og Bandaríkjanna, öryggis- og varnarmál, málefni Úkraínu, norðurslóðamál, þróunarsamvinnu og loftslagsmál.

Lesa meira

24.3.2023 : Græn umskipti og tæknibreytingar til umræðu á sviðsmyndafundi framtíðarnefndar

336336472_129662146583600_302465212600633250_nFramtíðarnefnd Alþingis í samvinnu við Framtíðarsetur Íslands hélt sviðsmyndafund í dag, föstudaginn 24. mars, á Grand hóteli með sérfræðingum og hagaðilum. 

Lesa meira

24.3.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Eyjólfur Ármannsson tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 27. mars og víkur þá varaþingmaður hans, Sigurjón Þórðarson, af þingi.

Lesa meira

24.3.2023 : Sérstök umræða um loftslagsskatta ESB á millilandaflug mánudaginn 27. mars

Bergthor_Thordis-KolbrunSérstök umræða um loftslagsskatta ESB á millilandaflug verður mánudaginn 27. mars um kl. 15:45. Málshefjandi er Bergþór Ólason og til andsvara verður utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Lesa meira

24.3.2023 : Málverk af Jóni Baldvinssyni, fyrrverandi forseta sameinaðs Alþingis, afhent Alþingi

  • Málverk af Jóni Baldvinssyni fyrrv forseta Alþingis afhent

Malverk-af-Joni-Baldvinssyni-afhent-2023-03-24_1Portrettmálverk af Jóni Baldvinssyni, fv. forseta sameinaðs Alþingis, eftir Gunnlaug Blöndal var í dag fært Alþingi til varðveislu og eignar. Málverkið afhentu þeir Ásgeir Jóhannesson, fv. bæjarfulltrúi í Kópavogi, Óttar Yngvason lögmaður og Pétur Jónsson, fv. borgarfulltrúi í Reykjavík.

Lesa meira

24.3.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 27. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 27. mars kl. 15:00. Þá verða til svara innviðaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra.

Lesa meira

24.3.2023 : Auglýst eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2023–2024

Jónshús_FræðimannsíbúðÍbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota á tímabilinu 23. ágúst 2023 til 20. ágúst 2024. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi.

Lesa meira

23.3.2023 : Flaggað við Skála á degi Norðurlandanna

Dagur-Nordurlandanna-2023-03-2323. mars er dagur Norðurlandanna en þann dag árið 1962 var Helsingfors-sáttmálinn undirritaður. Sáttmálinn er hornsteinn samstarfs ríkjanna sem kristallast í Norðurlandaráði.

Lesa meira

22.3.2023 : Forseti þjóðþings Ungverjalands heimsækir Alþingi

Heimsokn-forseta-ungverska-thingsins_1Forseti þjóðþings Ungverjalands, László Kövér, er í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 21.–24. mars ásamt sendinefnd í boði forseta Alþingis. Hann heimsótti Alþingi í dag.

Lesa meira

21.3.2023 : Sérstök umræða um orkuöryggi miðvikudaginn 22. mars

IngibjorgIsaksen_GudlaugurThorSérstök umræða um orkuöryggi verður miðvikudaginn 22. mars um kl. 15:30. Málshefjandi er Ingibjörg Isaksen og til andsvara verður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson. 

Lesa meira

21.3.2023 : Opinn fundur atvinnuveganefndar um ábyrga uppbyggingu og framtíð lagareldis á Íslandi

Atvinnuveganefnd Alþingis heldur opinn fund fimmtudaginn 23. mars í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis í Austurstræti 8–10. Fundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til 10:10. Fundarefnið er ábyrg uppbygging og framtíð lagareldis á Íslandi og helstu niðurstöður skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.

Lesa meira

20.3.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Gísli Rafn Ólafsson tekur sæti á ný á Alþingi mánudaginn 20. mars og víkur þá varaþingmaður hans, Eva Sjöfn Helgadóttir, af þingi.

Lesa meira

17.3.2023 : Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórn varðandi rafvarnarvopn mánudaginn 20. mars

ArndisAnna_KatrinJakobsSérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórn varðandi rafvarnarvopn verður mánudaginn 20. mars um kl. 15:45. Málshefjandi er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

Lesa meira

17.3.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 20. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 20. mars kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, innviðaráðherra, matvælaráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, utanríkisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og heilbrigðisráðherra.

Lesa meira

17.3.2023 : Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 23. mars

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá fimmtudaginn 23. mars kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

16.3.2023 : Aðalmenn taka sæti

Jóhann Friðrik Friðriksson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir taka sæti á ný á Alþingi föstudaginn 17. mars og víkja þá varaþingmenn þeirra, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir, af þingi.

Lesa meira

15.3.2023 : Aðalmaður tekur sæti

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur sæti á ný á Alþingi fimmtudaginn 16. mars og víkur þá varaþingmaður hans, Anna Kolbrún Árnadóttir, af þingi.

Lesa meira

15.3.2023 : Þingfundur í dag

Þingfundur verður kl. 17:15 í dag.

Lesa meira
Síða 1 af 16