Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 454 . mál.


Nd.

1315. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um framhaldsskóla, nr. 57/1988, sbr. l. nr. 107/1988.

Frá menntamálanefnd.



    Á eftir 8. gr. komi ný grein er orðist svo:
    1. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
    Hafi kennari starfað, ráðinn, settur eða skipaður, a.m.k. í fimm ár og óski að fá sérstakt orlof til að efla þekkingu sína og kennarahæfni skal hann senda skólanefnd og menntamálaráðuneyti beiðni um orlof ásamt greinargerð um hvernig hann hyggst verja orlofstímanum. Ráðuneytið getur veitt honum orlof allt að einu ári á föstum embættislaunum.