Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 191 . mál.


Ed.

624. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og bárust umsagnir um málið frá Fjórðungssambandi Norðlendinga, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Umferðarráði. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði að eitt af verkefnum sveitarfélaga sé að vinna að slysavörnum.
    Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frumvarpsins, enda er það skoðun nefndarmanna að til þess að ná árangri í slysavörnum sé nauðsynlegt að vinna að slíkum málum í hverju byggðarlagi fyrir sig. Telja verður að meiri líkur séu á skipulegu forvarnastarfi ef sveitarstjórn hefur það verkefni að fylgjast með slíkum málum heima í héraði, t.d. með því að sameina krafta þeirra sem að þessum málum vinna beint eða óbeint.
    Guðmundur H. Garðarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. febr. 1990.



Margrét Frímannsdóttir,


form., frsm.


Jóhann Einvarðsson.


Salome Þorkelsdóttir.


Danfríður Skarphéðinsdóttir.


Jóhannes Geir Sigurgeirsson.


Karl Steinar Guðnason.