Ferill 82. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 82 . mál.


Ed.

84. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi 1990.)




1. gr.


     Ríkisborgararétt skulu öðlast:
     Bolon, Jocelyn Consulta, verkakona, f. 10. mars 1954 á Filippseyjum.
     Brandt, Davíð Hermann, nemi, f. 17. apríl 1972 í Bandaríkjum Norður - Ameríku.
     Couch, Kristín, húsmóðir, f. 22. júlí 1965 á Íslandi.
     Dahlke, Rose Dietlind, húsmóðir, f. 10. febrúar 1938 í Þýskalandi.
     Ege, Kari Ósk, barn, f. 16. janúar 1981 á Íslandi.
     Ehrat, Walter, nemi, f. 2. janúar 1966 í Sviss.
     Ehrat, Walter Oskar, bóndi, f. 7. febrúar 1935 í Sviss.
     Frewer, Martin Eliot, fiðluleikari, f. 10. desember 1960 í Englandi.
     Harles, Elísabet, nemi, f. 10. júlí 1973 í Lúxemborg.
     Heenen, Francois Jean Jacques Roger, nemi, f. 24. janúar 1957 í Belgíu.
     Jensen, Þorvaldur Flemming, skrifstofumaður, f. 6. janúar 1967 á Íslandi.
     Joensen, Amanda Sunneva, húsmóðir, f. 17. apríl 1966 á Íslandi.
     Joensen, Kristi Sóley, verkakona, f. 3. maí 1964 í Færeyjum.
     Kelley, Donald Martin, skipasmiður, f. 21. febrúar 1942 í Bandaríkjum Norður - Ameríku.
     Kojic, Helena Dóra, skrifstofumaður, f. 27. maí 1957 á Íslandi.
     Mateus, Mario José Delgado, verkamaður, f. 15. apríl 1954 í Kólumbíu.
     Mellado Campos, José Antonio, veitingamaður, f. 26. febrúar 1954 á Spáni.
     Munoz Mompel, Victor Manuel, iðnverkamaður, f. 20. október 1950 á Spáni.
     Patriarca, Wilfredo Septimo, verkamaður, f. 24. júlí 1964 á Filippseyjum.
     Phumipraman, Nualjan, verkakona, f. 28. október 1963 í Thailandi.
     Prigge, Rita, húsmóðir, f. 9. ágúst 1938 í Þýskalandi.
     Rissakorn, Rinda, húsmóðir, f. 15. mars 1955 í Thailandi.
     Rzepnicka, Teresa, verkakona, f. 17. júlí 1958 í Póllandi.
     Secong, Eleanor Amate, verkakona, f. 7. maí 1950 á Filippseyjum.
     Shimmyo, Daniel Yoshio, nemi, f. 18. september 1971 á Íslandi.
     Solbakken, Gunnar Ludvig, verkamaður, f. 22. júlí 1942 í Noregi.
     Susan Ann Björnsdóttir, tækniteiknari, f. 21. mars 1955 í Englandi.
     Vilhjálmur Árnason, nemi, f. 22. janúar 1969 á Íslandi.
     Witt, Sigurður Sverrir, skrifstofumaður, f. 24. apríl 1965 í Bandaríkjum Norður - Ameríku.
     Överby, Bernharð, sjómaður, f. 4. júlí 1945 á Íslandi.

2. gr.


     Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans, fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um mannanöfn, en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn ásamt því sem hann ber fyrir er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eiginnafni sínu að það fullnægi kröfum laga um mannanöfn.

3. gr.


     Lög þessi öðlast þegar gildi.
    

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið á lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum sem sett hafa verið af allsherjarnefndum beggja þingdeilda.
     Frumvarp þetta er fyrsta frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem borið er fram á yfirstandandi 113. löggjafarþingi.
     Á þremur síðustu þingum hefur verið afgreitt fyrir miðsvetrarhlé frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar og síðan í lok þingsins um vorið hefur einnig verið afgreitt frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Þessi háttur á afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hefur reynst til mikilla þæginda, bæði styttir það biðtíma umsækjenda og dreifir afgreiðsluálagi hjá ráðuneytinu.
     Er því eindregið mælt með því að sami háttur verði hafður á við meðferð ríkisborgararéttarumsókna á þessu þingi.