Ferill 54. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 54 . mál.


Nd.

238. Nefndarálit



um frv. til l. um breytingu á sektarmörkum nokkurra laga o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og kallaði höfund þess, dr. Ármann Snævarr, fyrrv. hæstaréttardómara, á sinn fund. Auk þess bárust umsagnir dómsmálaráðuneytisins og Lögmannafélags Íslands.
    Nefndin leggur til að gerðar verði þrjár breytingar á frumvarpinu. Lagt er til að 2. og 41. gr. frumvarpsins falli brott þar sem þau lagaboð, sem þar er verið að breyta, voru felld úr gildi á síðasta þingi. Þá er einnig lagt til að 31. gr. frumvarpsins falli brott en í henni er lögð til breyting á sektarmörkum söluskattslaga. Þau lög voru felld úr gildi með lögum um virðisaukaskatt, en refsiákvæði laganna höfðu tímabundið gildi. Nú hefur fækkað mjög þeim tilvikum sem refsiákvæði söluskattslaga gætu náð yfir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra munu allar undanþáguheimildir til þess að skila söluskatti falla niður um áramót. Sýnist því ekki ástæða til þess að breyta þessum ákvæðum söluskattslaga því að nýju sektarmörkin mundu einungis gilda um söluskattssvik frá gildistöku laganna og fram að næstu áramótum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 5. des. 1990.



Jón Kristjánsson,


form., frsm.

Ólafur G. Einarsson,


fundaskr.

Rannveig Guðmundsdóttir.


Friðjón Þórðarson.

Guðni Ágústsson.

Ingi Björn Albertsson.


Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.