Ferill 213. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 213 . mál.


Ed.

400. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. lög nr. 76/1989 og nr. 70/1990.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur komið saman eftir afgreiðslu frumvarpsins við 2. umr. til þess að ræða tillögur um breytingar á frumvarpinu. Á fund nefndarinnar kom Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri. Félagsmálaráðuneytið hefur bent á að við setningu laga nr. 70/1990 hafi láðst að fella brott ákvæði í lögunum um Húsnæðisstofnun en þá fækkaði lánaflokkum Byggingarsjóðs ríkisins um tvo. Lán til almennra kaupleiguíbúða voru felld undir Byggingarsjóð verkamanna en lán til heilsuspillandi íbúða voru felld niður, sbr. 2. gr. laga nr. 70/1990 sem afnam 5. og 10. tölul. 11. gr. laga nr. 86/1988. Hins vegar voru viðeigandi ákvæði um fyrrgreind atriði í sjálfum efnisköflum laganna ekki felld brott og því gerð tillaga um nýja grein við frumvarpið sem ætlað er að bæta úr þessu. Er hér um lagahreinsun að ræða.
    Seinni breytingartillaga nefndarinnar víkur að tilvísun í 100. gr. laganna í 102. gr. þeirra. Þegar lög nr. 70/1990 (52 nýjar greinar) voru sett hafði lögunum áður verið breytt með lögum nr. 76/1989 (húsbréf, 19 nýjar greinar). Úr lögunum voru þá felldar 66 greinar. Við þetta átti sér eðlilega stað mikil tilfærsla á greinum. 100. gr. laganna, sem fjallar um uppboð, kemur í stað 70. gr. laga nr. 86/1988. Ekki var ætlunin að breyta þar nokkru um söluverð íbúða, sbr. athugasemdir frumvarpsins við þá grein. Í 70. gr. laga nr. 86/1988, sem fjallar eins og fyrr segir um söluverð íbúða, er vísað til 68. gr. laga nr. 86/1988. Sú grein laganna nr. 86/1988, sbr. lög 76/1989 og nr. 70/1990, sem svarar til 68. gr. laga nr. 86/1988, er 101. gr. Því á tilvísun 100. gr. laganna um söluverð íbúða við uppboð að vera í 101. gr. en ekki 2. mgr. 102. gr. eins og ranglega stendur í lögunum.     Karl Steinar Guðnason var fjarstaddur lokaafgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. des. 1990.



Margrét Frímannsdóttir,


form.

Guðmundur H. Garðarsson,


fundaskr.

Jóhann Einvarðsson,


frsm.


Danfríður Skarphéðinsdóttir.

Jón Helgason.

Salome Þorkelsdóttir.