Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 444 . mál.


770. Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992–93.)



1. gr.


    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
    Arnar Gunnlaugsson, verkamaður í Keflavík, f. 28. desember 1948 í Reykjavík.
    Cariglia, John Julius, nemi á Akureyri, f. 14. ágúst 1974 á Akureyri.
    Cariglia, Nicholas John, læknir á Akureyri, f. 6. desember 1946 í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
    Gledhill, Margrét, talsímavörður í Reykjavík, f. 29. nóvember 1966 á Englandi.
    Jarotram, Kanlaya, verkakona í Hveragerði, f. 30. nóvember 1966 í Tælandi.
    Kemtiko, Gertraude Maria, fóstra á Seltjarnarnesi, f. 20. nóvember 1936 í Austurríki.
    Knowles, Roy David, tónlistarmaður í Reykjavík, f. 3. júlí 1958 á Englandi.
    Nielsen, Jens Jørgen Fischer, lyfjafræðingur í Reykjavík, f. 1. janúar 1917 í Danmörku.
    Niclasen, Ása Thurid, húsmóðir í Grindavík, f. 7. apríl 1943 í Færeyjum.
    Terrazas, Anna Lísa, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 13. mars 1969 í Bandaríkjum NorðurAmeríku.
    Zamudio Ayjarí, Redy Luz, leiðsögumaður á Ísafirði, f. 14. október 1961 í Perú.

2. gr.


    Þeir sem heita nöfnum sem ekki fullnægja reglum laga um mannanöfn, nr. 37 27. mars 1991, skulu ekki öðlast íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum þessum fyrr en fullnægt er ákvæðum 15. gr. laga um mannanöfn. Sama gildir um börn þeirra.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


     Umsækjendur þeir, sem teknir hafa verið á lagafrumvarp þetta, fullnægja skilyrðum sem sett hafa verið af allsherjarnefnd Alþingis.
     Frumvarp þetta er annað frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem borið er fram á þessu þingi. Hið fyrra var borið fram á haustþingi og var samþykkt í desember.