Ferill 411. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 411 . mál.


915. Frumvarp til laga



um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.

(Eftir 2. umr., 25. febr.)



    Samhljóða þskj. 659 með þessum breytingum:

    14. gr. hljóðar svo:
    Bótanefnd er heimilt að krefja tjónþola um hvers konar upplýsingar sem hún telur þörf á við meðferð umsóknar hans, þar á meðal er henni heimilt að kveðja tjónþola á fund nefndarinnar. Jafnframt er nefndinni heimilt að krefjast upplýsinga frá öðrum þeim er þekkja kunna til mála vaxta.
    Þegar um líkamstjón er að ræða getur nefndin óskað eftir því að tjónþoli láti lækni rannsaka sig. Nefndinni er heimilt að fá afrit úr sjúkraskrá tjónþola enda liggi fyrir samþykki hans.
    Nefndinni er heimilt að krefjast yfirheyrslna fyrir dómi.
    Verði tjónþoli ekki innan tilskilins frests við óskum nefndarinnar um framlagningu tiltek inna upplýsinga eða gagna er nefndinni heimilt að ljúka meðferð máls á grundvelli þeirra gagna er fyrir liggja.

    Ákvæði til bráðabirgða hljóðar svo:
    Umsókn um bætur vegna tjóns sem leiðir af broti sem framið er fyrir 1. janúar 1996 skal hafa borist bótanefnd innan árs frá gildistöku laganna.
    Dómsmálaráðherra skal á ári hverju til ársloka 2000 gera Alþingi grein fyrir þeim útgjöldum sem lög þessi hafa í för með sér.