Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 175 . mál.


561. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.

Frá 2. minni hluta iðnaðarnefndar (SvG).



    Við 2. gr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                  Áður en arður er greiddur út samkvæmt ákvæðum þessarar greinar skal orkuverð hafa breyst og lækkað í samræmi við samning eignaraðila frá 28. október 1996, um breytingu á sameignarsamningi aðila, sbr. 3. mgr.
    Við 3. gr. 2. og 3. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Alþingi kýs þrjá stjórnarmenn, borgarstjórn Reykjavíkur þrjá og bæjarstjórn Akureyrar einn. Ráðherra orkumála skipar formann stjórnarinnar úr hópi þeirra stjórnarmanna sem Alþingi kýs, að höfðu samráði við eignaraðila.
    Við efnismálsgrein 8. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Við verðákvarðanir skal fylgja þeirri stefnu sem kveðið er á um í samningi eignaraðila um breytingu á sameignarsamningi aðila frá 28. október 1996.