Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 172 . mál.


656. Breytingartillögur



við frv. til l. um vinnumarkaðsaðgerðir.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (SF, EKG, MS, PHB, ArnbS, KPál).



    Við 8. gr. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Vinnumálastofnun er heimilt, að fenginni umsögn svæðisráðs og stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, að semja við sveitarfélög eða aðra aðila um að annast verkefni svæðisvinnumiðlunar, sbr. 10. gr. Slíkir samningar skulu staðfestir af félagsmálaráðherra.
    Við 15. gr.
         
    
    Í stað orðanna „gera starfsleitaráætlun með samkomulagi við hvern einstakan atvinnuleitanda“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: með samkomulagi við hvern einstakan atvinnuleitanda gera starfsleitaráætlun innan tíu vikna frá skráningu.
         
    
    Í stað orðanna „Í því samkomulagi skulu“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Sé starfsleitaráætlun gerð skulu þar.
         
    
    Á eftir orðunum „samkomulags um starfsleitaráætlun“ í 2. mgr. komi: eða um hvort starfsleitaráætlun skuli gerð.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ákvæði laga þessara hagga ekki samþykktum reynslusveitarfélaga um framkvæmd vinnumiðlunar. Ákvæði þetta gildir til 31. desember 1999.