Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 773  —  491. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á vaxtalögum, nr. 25/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1. gr.

    23. gr. laganna orðast svo:
    Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.

2. gr.

    Á eftir 23. gr laganna kemur ný grein og breytist greinatala annarra greina samkvæmt því:
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur um jöfnuð verðtryggðra eigna og skulda viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana. Fjármálaeftirlitið getur beitt viðskiptabanka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir viðurlögum á þann hátt sem fyrir er mælt í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi ef ekki er farið eftir reglunum.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Nefndin leggur fram þetta frumvarp í framhaldi af umfjöllun í nefndinni um 199. mál, um fjármálaeftirlit (breyting ýmissa laga).
    Þegar lögin um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi voru sett var öllum tilvitnunum laga í bankaeftirlit Seðlabanka Íslands breytt í Fjármálaeftirlitið. Eftir stóð ákvæði vaxtalaga um að Seðlabankinn setti reglur um jöfnuð verðtryggðra eigna og skulda viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana. Reglurnar eru öðru fremur varúðarreglur sem eðlilegra er að Fjármálaeftirlitið setji en Seðlabankinn. Er það lagt til í frumvarpi þessu.