Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 960  —  285. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78 26. maí 1997.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason og Hjalta Zóphóníasson frá dómsmálaráðuneyti, Björn Bjarnason frá Þingvallanefnd, Sveinbjörn Jóhannesson frá Þingvallasókn, Einar Sigurbjörnsson frá guðfræðideild Háskóla Íslands, Þorvald Helgason biskupsritara og Guðmund Þór Guðmundsson frá kirkjuráði.
    Umsagnir bárust nefndinni frá Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, sóknarnefnd Þingvallaprestakalls og Félagi sumarhúsaeigenda við Þingvallavatn.
    Með frumvarpinu er verið að fella úr lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar það ákvæði sem felur í sér sérreglu um veitingu prestsembættis í Þingvallaprestakalli og lögbundna tilvist prestakallsins. Nefndin telur að ákvæði sem felur í sér frávik frá almennum reglum um skipan prestakalla og veitingu prestsembætta fyrir eitt prestakall eigi ekki lengur rétt á sér og mælir því með því að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Við 2. gr. Í stað orðsins „janúar“ komi: júní.

    Hjálmar Jónsson og Sverrir Hermannsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. mars 2001.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.



Ólafur Örn Haraldsson.


Jónína Bjartmarz.


Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.



Guðrún Ögmundsdóttir,


með fyrirvara.