Ferill 663. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1257  —  663. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 61/1981, um steinullarverksmiðju.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Axel Guðjónsson og Kristján Skarphéðinsson frá iðnaðarráðuneyti og Jón Gauta Jónsson frá sveitarstjórn Skagafjarðar.
    Í frumvarpinu er lagt til að iðnaðarráðherra verði veitt heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Steinullarverksmiðjunni hf. á Sauðárkróki. Samkomulag hefur verið gert á milli stærstu eigenda fyrirtækisins og Húsasmiðjunnar hf., BYKO hf. og Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á eignarhlut hinna fyrrnefndu í fyrirtækinu. Samkomulagið er háð nokkrum skilyrðum, m.a. samþykki Alþingis og því að samkeppnisyfirvöld banni ekki kaupin eða setji um þau efnisleg skilyrði.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Pétur H. Blöndal skrifar undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 17. apríl 2002.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Ásta Möller.


Bryndís Hlöðversdóttir.



Pétur H. Blöndal,


með fyrirvara.


Svanfríður Jónasdóttir.


Helga Guðrún Jónasdóttir.



Kjartan Ólafsson.


Ísólfur Gylfi Pálmason.














Prentað upp.