Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 644. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1101  —  644. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 15. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða“ í síðari málslið efnismálsgreinar komi: skv. 6. gr. a.
     2.      Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
                  a.      (3. gr.)
                     Við lögin bætist ný grein er verður 6. gr. a og orðast svo:
                     Verðlagsstofa skiptaverðs skal að beiðni Fiskistofu og í tilefni af framsali aflamarks skv. 15. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, staðfesta að fyrir liggi samningur útgerðar og áhafnar um fiskverð til viðmiðunar hlutaskiptum sem fullnægir kröfum laga þessara. Leiði athugun skv. 6. gr. í ljós að útgerð skips hafi ekki gert upp við skipverja í samræmi við samning um fiskverð skal stofan ekki veita staðfestingu sína nema úr hafi verið bætt eða hlutaðeigandi útgerð sett fullnægjandi tryggingu fyrir réttu uppgjöri. Þá skal Verðlagsstofa skiptaverðs ekki veita staðfestingu sína hafi útgerð skips ekki veitt upplýsingar eða afhent gögn sem stofan hefur krafist á grundvelli 5. gr.
                     Ákvörðun um synjun staðfestingar skv. 1. mgr. lýtur ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og sætir kæru til sjávarútvegsráðuneytisins.
                  b.      (4. gr.)
                     2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
                     Í nefndinni eiga sæti níu menn skipaðir af ráðherra. Af þeim skulu Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna tilnefna einn fulltrúa hvert og einn fulltrúa sameiginlega. Þá skal Landssamband íslenskra útvegsmanna tilnefna þrjá fulltrúa og Landssamband smábátaeigenda einn fulltrúa. Loks skipar ráðherra formann nefndarinnar án tilnefningar en að höfðu samráði við framangreind samtök sjómanna og útvegsmanna. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og aðalmenn.
     3.      Við 3. gr., er verði 5. gr. 2.–4. efnismálsl. falli brott.
     4.      Við 4. gr., er verði 6. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.